Fischer sakaður um skattalagabrot 5. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld saka nú Fischer um skattalagabrot og hyggjast ákæra hann 5. apríl. Stuðningsmenn skáksnillingsins telja að brögð séu í tafli og hvetja íslensk stjórnvöld til að afhenda Fischer vegabréf til Íslands áður en Japönum takist að framselja hann til Bandaríkjanna. Stuðningshópur Bobbys Fischers sem dvelur í Japan óttast mjög um hans hag í fangelsinu en hann er í einangrun í gluggalausum klefa. Á sama tíma er í undirbúningi í Bandaríkjunum ný ákæra á hann um skattsvik í viðbót við ásakanir um að brjóta viðskiptabann á fyrrverandi Júgóslavíu með því að tefla þar skák við Spasskí fyrir meira en tíu árum. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, óttast að honum séu brugguð launráð til að fá hann framseldan til Bandaríkjanna áður en takist að láta hann hafa íslenskt vegabréf. John Bosnitch, sem er í stuðningsmannahópnum, tekur í sama streng. Hann segir að vegabéf Fischers hafi verið í sendiráði Íslands í Japan í viku. Stuðningmennirnir hafi spurt sendiherrann hvað sé að gerast og hann hafi svarað því til að hann þurfi að fá fyrirmæli frá Íslandi. Bosnitch segir að stuðningsmennirnir þurfi vegabréfið núna og á morgun hyggist þeir senda lögmann Fischers að dyrum sendiráðsins. Lögmaðurinn muni biðja sendiherrann að afhenda sér vegabréfið og þegar það sé komið í hans hendur sé það líka komið í hendur Bobbys Fichers. Þá geti Fischer tilkynnt japönskum stjórnvöldum að hann hafi allt sem þurfi til að geta farið. Bosnitch segir að ekki sé hægt að bíða lengur. Komið sé að úrslitastund og allt sé nú í höndum Íslands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira