Erlent

Margir sagðir særðir eftir á­rás í Cambridgeskíri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Cambridge er höfuðstaður Cambridgeskíris.
Cambridge er höfuðstaður Cambridgeskíris. Getty

Margir eru sagðir særðir eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridgeskíris á Bretlandi.

Tveir menn hafa verið handteknir að sögn lögreglu.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru stungnir, eða hvort einhver hafi hlotið bana af.

Viðbragðsaðilum mun hafa verið gert viðvart um málið klukkan 19:39 á staðartíma.

Lestarsamgöngur á svæðinu liggja niðri að svo stöddu vegna málsins.

Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands segir árásina hræðilega og segir hana valda honum miklum áhyggjum. Hann biðlar til fólks að fylgja fyrirmælum lögreglu.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×