Viðskipti innlent

Frjálsi líf­eyris­sjóðurinn sam­einast LTFÍ

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Höfuðstöðvar Frjálsa lífeyrissjóðsins við Borgartún.
Höfuðstöðvar Frjálsa lífeyrissjóðsins við Borgartún. Vísir/Vilhelm

Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands (LTFÍ) samþykkti einróma á sjóðfélagafundi í gær að sameinast Frjálsa lífeyrissjóðnum. Miðast sameiningin við næstu áramót, og mun Frjálsi þá taka yfir öll réttindi og skyldur gagnvart sjóðfélögum LTFÍ að því gefnu að fjármálaráðuneytið staðfesti samþykktir.

Í tilkynningu frá landssamtökum lífeyrissjóða segir að stjórnir beggja lífeyrissjóðanna telji sameininguna styrkja rekstrargrundvöll sjóðanna og vera sjóðsfélögum til hagsbóta.

„Landssamtök lífeyrissjóða óska sjóðfélögum farsældar.“

Í gær var tilkynnt um að Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefndu að sameiningu, en samruninn væri háður samþykki Samkeppniseftirlitsins.


Tengdar fréttir

Nýr sam­einaður líf­eyris­sjóður verði með þeim stærstu

Almenni lífeyrissjóðurinn og Lífsverk stefna að sameiningu eftir að sjóðfélagafundir beggja samþykktu tillögu þess efnis. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og staðfestingu fjármála- og efnahagsráðuneytisins á samþykktum sameinaðs sjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×