Reykjavík

Fréttamynd

Börn þiggja greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir í auknum mæli

Íslenskur karlmaður fékk nýlega tvær stúlkur á grunnskólaaldri til að senda sér ögrandi myndir, fór svo með þær í verslunarferð og keypti fyrir þær gjafir fyrir tugi þúsunda. Færst hefur í aukana að börn þiggi greiðslu frá fullorðnum fyrir nektarmyndir að sögn verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka ekki stofnun nýs flokks

Benedikt Jóhannesson, einn af stofnendum Viðreisnar, segir ótímabært að svara því hvort hann ætli sér að stofna klofningsflokk frá Viðreisn. Greint var frá því í dag að Benedikt hefði sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins en hann er fyrrverandi formaður og einn stofnenda hans.

Innlent
Fréttamynd

Hafa reist fimm­tíu rampa á tveimur mánuðum

Verkefnið Römpum upp Reykjavík var sett af stað þann 11. mars síðastliðinn. Markmiðið með verkefninu er að koma upp hundrað hjólastólarömpum í Reykjavík. Nú tveimur mánuðum síðar hafa fimmtíu rampar verið reistir.

Lífið
Fréttamynd

Tón­leika­höllin Húrra opnar dyr sínar á ný

Vafalaust hafa margir tónlista- og skemmtanahaldsunnendur saknað skemmtistaðarins Húrra, sem lokaði dyrum sínum formlega haustið 2019. Nú geta þeir glaðst á ný en Húrra mun opna dyr sínar í sumar og boðar rekstrarstjóri staðarins mikið líf á þessum hornsteini skemmtanahalds í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minning um Hannesarholt?

Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára.

Skoðun
Fréttamynd

Lúxussnekkjan kveður Ísland

Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar.

Innlent
Fréttamynd

Unglingar falsa stafræn ökuskírteini til að komast inn á staði

Næturlífið er að ná vopnum sínum og ný kynslóð er að fóta sig eftir langan vetur. Hún þarf að laga sig að nýrri tækni: Borið hefur á því að ungmenni fái myndvinnslumenn til þess að lappa upp á stafræn ökuskírteini sín til þess að færa aldurinn nær löglegum viðmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Hundi rænt fyrir utan verslun í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Ung kona var handtekin í nótt grunuð um að hafa rænt hundi, hvers eigandi hafði bundið hann fyrir utan búð í Breiðholti sem hann var að versla í. Konan var vistuð í fangageymslu fyrir rannsókn málsins í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli

Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði

Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Dansað á Miklatúni í tilefni dagsins

Forsætisráðherra flutti hátíðlegt ávarp á Austurvelli í dag þegar þjóðhátíðardegi Íslendinga var fagnað. Fjórtán voru sæmdir fálkaorðunni en hátíðarhöld voru hófleg vegna samkomutakmarkanna.

Innlent
Fréttamynd

Ólöf Nordal útnefnd borgarlistamaður

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, útnefndi í dag 17. júní, Ólöfu Nordal myndlistarkonu, Borgarlistamann Reykjavíkur 2021 við hátíðlega athöfn í Höfða. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Menning