Leikum alltaf til sigurs 19. júlí 2005 00:01 FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira
FH tekur á móti Neftchi Baku í síðari leik liðanna í Evrópukeppninni í Kaplakrika í kvöld. Þjálfari aserska liðsins segir FH vera með sterkt lið, en þó að brugðið geti til beggja vona í fótboltanum, segir hann sína menn staðráðna í að komast áfram í keppninni. Neftchi hefur gott forskot á FH eftir fyrri leikinn ytra, þar sem heimamenn sigruðu 2-0 og tapið var það fyrsta og eina hjá Hafnfirðingum í sumar. FH-ingar voru í ágætri stöðu þangað til þeir fengu á sig mark í blálokin og því er ljóst að róðurinn getur orðið þeim þungur í kvöld. Þjálfari Neftchi, Agasalim Misjavadov, segir ekki margt hafa komið sér á óvart í leik FH-inganna ytra en viðurkennir að þeir séu með frambærilegt lið sem ekki beri að vanmeta. "Ég sá myndbandsupptöku úr 3-1 sigurleik FH áður en við mættum þeim og þar mátti glöggt sjá að þeir eru með gott lið. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn og leikstíll FH er ekki ósvipaður því sem gengur og gerist í enska boltanum, enda hef ég tekið eftir því að Íslendingar eiga nokkra sterka leikmenn sem spila á Englandi. Það virðist henta þeim vel að spila svona knattspyrnu og þó að mér sýnist FH-ingar helst vilja sækja, er varnarleikur þeirra mjög góður líka," sagði Misjavadov sem sagði sína menn ekki komna hingað til að verja forskot sitt úr fyrri leiknum, slíkt byði hættunni heim. "Við erum ekki lið sem hangir í vörn og sækjum alltaf til sigurs. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að við erum að spila við gott lið á erfiðum útivelli og því gæti vel brugðið til beggja vona fyrir okkur. Ég held að mínir menn séu tilbúnir í þennan leik og ég vona að við getum spilað okkar bolta og náð góðum úrslitum," sagði þjálfarinn. Blaðamaður spurði Misjavadov hvort það væru einhverjir leikmenn sem hann legði meiri áherslu á að stöðva en aðra í FH-liðinu. "Framherjar þeirra eru skæðir, bæði Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt. Ég veit að þeir eru báðir markahæstir í heimalandinu og miklir markaskorarar þannig að við verðum að reyna að halda aftur af þeim í leiknum í Hafnarfirði, en svo hef ég hrifist af leik Davíðs Þórs Viðarssonar og Daða Lárussonar í markinu," sagði Misjavadov, sem lætur vel af veru sinni á Íslandi. baldur@frettabladid.is
Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Sjá meira