Ronaldo hættir eftir HM 2006 20. júlí 2005 00:01 Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskónna á hilluna vorið 2009. "Þetta verður fjórða Heimsmeistarakeppnin mín og ég tel mig þurfa að gefa yngri leikmönnum sín tækifæri," sagði hinn 28 ára gamli framherji sem varð Heimsmeistari með Brasilíu 1994 og 2002 og í öðru sæti í Frakklandi 1998. "Ég á 4 ár eftir af samningi mínum við Real Madrid og eftir að hann rennur út þá legg ég skónna á hilluna," sagði Ronaldo sem þá verður aðeins 32 ára gamall sem þykir ekki mikið í dag. Þjálfari brasilíska landsliðsins, Carlos Alberto Parreira, er sammála sínum manni. "Ég virði hans ákvörðun og tel einnig að hún sé rétt. Með þessu hættir hann á toppnum," sagði Parreira sem stefnir á að gera Brasilíumenn að heimsmeisturum í sjötta sinn næsta sumar en undir hans stjórn varð Brasilía Heimsmeistari 1994. Þá var Ronaldo í hópnum en Parreira notaði hann ekki neitt. Ronaldo hefur skorað 12 mörk í úrslitakeppni HM , fjögur mörk 1998 og átta mörk 2002 í Japan og Kóreu en þá varð hann markahæsti leikmaður keppninnar. Ronaldo er jafn landa sínum Pele á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk í lokakeppninni og vantar þrjú mörk til viðbótar til þess að slá met Þjóðverjans Gerd Muller. Flest mörk í lokakeppni HM: 14 Gerhard Muller (Þýskalandi, 1970-74) 14 13 Just Fontaine (Frakklandi 1958)13 12 Pelé - Edson Arantes do Nascimento (Brasilíu 1958-1970) 12 Ronaldo - Luis Nazário de Lima (Brasilíu 1998-2002) 11 Sándor Kocsic Péter (Ungverjalandi 1954) 11 Jürgen Klinsmann (Þýskalandi 1990-98) Ronaldo fagnar hér 2-0 sigri Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik síðasta Heimsmeistaramóts sem fram fór í Japan og Suður Kóreu.@AFP Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Brasilíski framherjinn Ronaldo ætlar að hætta að spila með brasilíska landsliðinu eftir HM í Þýskalandi á næsta ári. Ronaldo ætlar að klára samninginn sinn við Real Madrid og leggja síðan knattspyrnuskónna á hilluna vorið 2009. "Þetta verður fjórða Heimsmeistarakeppnin mín og ég tel mig þurfa að gefa yngri leikmönnum sín tækifæri," sagði hinn 28 ára gamli framherji sem varð Heimsmeistari með Brasilíu 1994 og 2002 og í öðru sæti í Frakklandi 1998. "Ég á 4 ár eftir af samningi mínum við Real Madrid og eftir að hann rennur út þá legg ég skónna á hilluna," sagði Ronaldo sem þá verður aðeins 32 ára gamall sem þykir ekki mikið í dag. Þjálfari brasilíska landsliðsins, Carlos Alberto Parreira, er sammála sínum manni. "Ég virði hans ákvörðun og tel einnig að hún sé rétt. Með þessu hættir hann á toppnum," sagði Parreira sem stefnir á að gera Brasilíumenn að heimsmeisturum í sjötta sinn næsta sumar en undir hans stjórn varð Brasilía Heimsmeistari 1994. Þá var Ronaldo í hópnum en Parreira notaði hann ekki neitt. Ronaldo hefur skorað 12 mörk í úrslitakeppni HM , fjögur mörk 1998 og átta mörk 2002 í Japan og Kóreu en þá varð hann markahæsti leikmaður keppninnar. Ronaldo er jafn landa sínum Pele á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk í lokakeppninni og vantar þrjú mörk til viðbótar til þess að slá met Þjóðverjans Gerd Muller. Flest mörk í lokakeppni HM: 14 Gerhard Muller (Þýskalandi, 1970-74) 14 13 Just Fontaine (Frakklandi 1958)13 12 Pelé - Edson Arantes do Nascimento (Brasilíu 1958-1970) 12 Ronaldo - Luis Nazário de Lima (Brasilíu 1998-2002) 11 Sándor Kocsic Péter (Ungverjalandi 1954) 11 Jürgen Klinsmann (Þýskalandi 1990-98) Ronaldo fagnar hér 2-0 sigri Brasilíu á Þýskalandi í úrslitaleik síðasta Heimsmeistaramóts sem fram fór í Japan og Suður Kóreu.@AFP
Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira