Ísskápurinn lækkar um 15 þúsund en matarkarfan hækkar um 21 þúsund Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. september 2014 13:53 Árni Páll tók dæmi af sér og ísskápnum sínum í umræðum um virðisaukaskattsbreytingar á Alþingi. Vísir / Samsett mynd Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir Alþingi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Reikna má með því að meðaldýr ísskápur muni lækka um 15 þúsund krónur í kjölfar niðurfellinga vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskatts sem ætlað er að ráðast í um áramótin. Það er langtum minna en reiknað er með að matarkarfan hækki á ársgrundvelli. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tók dæmi af sjálfum sér í umræðum um virðisaukaskattshækkanirnar í vikunni þar sem hann sagði að ísskápurinn sem hann hefði keypt árið 2001 mætti lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem hann hafði keypt á því tímabili.Lækkunin miðar við innkaupaverð Niðurfelling vörugjalda nær aðeins til innkaupaverðs raftækja og hafði Vísir því samband við smásöluaðila á raftækjamarkaði til aðstoðar við útreikningana. Samkvæmt birtum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar mun matarkarfan hinsvegar hækka um 21.029 krónur að jafnaði við hækkanir á virðisaukaskatti á matvæli. Sé aðeins horft á tekjulægsta hópinn nemur hækkunin 16.763 þúsund krónum. Lækkunin á ísskápnum nær því ekki að vega upp matarhækkunina á einu ári. Þarf að skila sér að fullu til neytenda Fleiri vörur en ísskápar munu lækka í verði með niðurfellingu vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskatts. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun lækkunin leiða af sér nokkur þúsund króna sparnað fjölskyldna á ársgrundvelli. Fyrirvari er þó settur við þetta í frumvarpinu en þar segir að til þess að útreikningar um verðlagsáhrif standist þurfi öll lækkunin að skila sér til neytenda. Tekist hefur verið á um hvort sagan gefi ástæðu til bjartsýni um það. Stjórnarliðar vilja meina að svo sé á meðan stjórnarandstæðingar segja að hækkanir muni skila sér en lækkanirnar ekki.Uppfært klukkan 14.26 með nýjum útreikningum Rannsóknarseturs verslunarinnar sem taka tillit til lækkunar sykurskatts sem fyrri útreikningar stofnunarinnar gerðu ekki ráð fyrir
Alþingi Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira