Carra hefur ekki miklar áhyggjur af ósætti Mané og Salah Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:30 Mohamed Salah og Sadio Mane keppast við að skora sem flest mörk fyrir Liverpool liðið. Getty/Andrew Powell Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Enskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ósætti tveggja af stærstu stjörnum Evrópumeistara Liverpool enda fór það ekki á milli mála hjá neinum þegar Sadio Mane brjálaðist þegar hann var tekinn af velli á móti Burnley um helgina. Sadio Mane var reiður yfir því að Mohamed Salah reyndi sjálfur að „hnoða“ inn marki í stað þess að gefa á Sadio Mane sem var í dauðafæri. Sadio Mane var búinn að skora í leiknum en Mohamed Salah ekki. Mohamed Salah skoraði aftur á móti tvö mörk í leiknum á undan og hann fær líka að taka vítaspyrnur liðsins. Sadio Mane hefði jafnað við Salah í deildarmörkum á þessu tímabili hefði hann fengið boltann frá Salah og skoraði sitt þriðja mark í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu jafnmörg mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og enginn leikmaður í deildinni skoraði fleiri mörk. Það er augljóslega mikil keppni í gangi og stuðningsmenn Liverpool hafa nú örugglega áhyggjur af því að hún sé hreinlega orðin of mikil."Salah should've passed it a couple of times, but I like that in goalscorers. I'm sure it'll all be fine."@Carra23 and @laura_woodsy look ahead to Everton's game vs Wolves today, and discuss Liverpool's win over Burnley. You can watch #EVEWOL live on Sky Sports PL from 2pm. pic.twitter.com/eDTZBVQVg5 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2019Gamli Liverpool maðurinn Jamie Carragher, sem starfar nú sem knattspyrnuspekingur í sjónvarpi, ræddi þessa uppákomu helgarinnar á Sky Sports eins og sjá má hér fyrir ofan. „Salah hefði átt að gefa hann í nokkur skipti en ég hrifinn af því hjá markaskorurum að þeir sjái bara markið. Ég er viss um að þetta verður í lagi,“ sagði Jamie Carragher. Liverpool er með fullt hús á toppnum og Jürgen Klopp fær því nægan tíma til að létta andrúmsloftið fyrir næsta leik liðsins. Báðir leikmenn eru líka á leiðinni í landsleikjafrí og það hjálpar eflaust líka. Það er líka pottþétt að léttleiki Klopp mun hjálpa til og svo má ekki gleyma hinum skemmtilegi Brasilíumanni Roberto Firmino sem var þegar byrjaður að vinna í þessum málum á varamannabekknum á laugardaginn. Það er hins vegar alveg pottþétt að í næsta leik Liverpool, sem verður á móti Newcastle United 14. september næstkomandi, þá verða öll augu á þeim Mohamed Salah og Sadio Mane. Það verður fylgst með öllum svipbrigðum og öllum augnagotum þeirra á milli. Eftir þessa uppákomu í Burnley þá þurfa þeir Mohamed Salah og Sadio Mane að gefa margar stoðsendingar á hvorn annan áður en menn trúa því fyrir alvöru að þeir séu orðnir góðir vinir á ný.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira