Hefur ekki trú að kona fái að taka við ensku karlaliði á hennar ævi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 12:30 Casey Stoney með aðstoðarmanni sínum. Getty/Matthew Peters Knattspyrnustjóri kvennaliðs Manchester United er á því að hún muni ekki lifa það að sjá konu taka við karlaliði í enska boltanum. Casey Stoney fær tækifæri til að stýra kvennaliði Manchester United á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum um næstu helgi. Eftir gott gengi enska kvennalandsliðsins hefur áhugi og virðing fyrir kvennaboltanum á Englandi aukist til mikilla muna. Kvennaliðið fá því að spila eitthvað á stórum leikvöngum karlaliðanna á komandi leiktíð. Casey Stoney lék sjálf 130 leiki fyrir enska landsliðið er þrátt fyrir mikinn vöxt hjá kvennafótboltanum í Englandi þá segir hún að konur eigi enga möguleika á að fá það tækifæri að stýra karlaliði. Það hefur gerst í neðri deildunum í Frakklandi en Casey Stoney er á því að ensku liðin séu ekki tilbúin að taka slíkt skref.Women's Football manager Casey Stoney doesn't believe a female coach has a chance of taking charge of a senior men’s side #GMSW#WomensFootball#WomensSport#ManUtdhttps://t.co/FUdRCQBSsl — GiveMeSport (@GiveMeSport) September 1, 2019„Ég sé það ekki gerast á minni ævi. Ég held að þjóðfélagið hér sé ekki tilbúið fyrir slíkt og hvað þá fótboltinn því fótboltinn er á eftir þjóðfélaginu,“ sagði Casey Stoney. „Ég sé þetta ekki gerast því kona þarf að vera tíu sinnum betri til að fá svona tækifæri og ef að þú myndir tapa leik þá væri það skrifað á það að þú værir kona en ekki að þú lagði leikinn upp vitlaust eða að markvörðurinn þinn gerði mistök,“ sagði Stoney. „Mér finnst að konur séu ekki litnar sömu augum og karlar í okkar þjóðfélagi og þangað til að það gerist þá fáum við ekki tækifæri sem þetta. Þetta gerðist auðvitað í Frakklandi og bæði Emma Hayes (stjóri kvennaliðs Chelsea) og Hope Powell (fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins) voru orðaðar við slíka stöðu en ég held að það hafi bara verið auglýsingabrella,“ sagði Stoney. „Ef þú ert nógu góð þá áttu að vera nógu góð. Við erum með nóg af meðalgóðum þjálfurum í kvennaboltanum,“ sagði Stoney. Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Knattspyrnustjóri kvennaliðs Manchester United er á því að hún muni ekki lifa það að sjá konu taka við karlaliði í enska boltanum. Casey Stoney fær tækifæri til að stýra kvennaliði Manchester United á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum um næstu helgi. Eftir gott gengi enska kvennalandsliðsins hefur áhugi og virðing fyrir kvennaboltanum á Englandi aukist til mikilla muna. Kvennaliðið fá því að spila eitthvað á stórum leikvöngum karlaliðanna á komandi leiktíð. Casey Stoney lék sjálf 130 leiki fyrir enska landsliðið er þrátt fyrir mikinn vöxt hjá kvennafótboltanum í Englandi þá segir hún að konur eigi enga möguleika á að fá það tækifæri að stýra karlaliði. Það hefur gerst í neðri deildunum í Frakklandi en Casey Stoney er á því að ensku liðin séu ekki tilbúin að taka slíkt skref.Women's Football manager Casey Stoney doesn't believe a female coach has a chance of taking charge of a senior men’s side #GMSW#WomensFootball#WomensSport#ManUtdhttps://t.co/FUdRCQBSsl — GiveMeSport (@GiveMeSport) September 1, 2019„Ég sé það ekki gerast á minni ævi. Ég held að þjóðfélagið hér sé ekki tilbúið fyrir slíkt og hvað þá fótboltinn því fótboltinn er á eftir þjóðfélaginu,“ sagði Casey Stoney. „Ég sé þetta ekki gerast því kona þarf að vera tíu sinnum betri til að fá svona tækifæri og ef að þú myndir tapa leik þá væri það skrifað á það að þú værir kona en ekki að þú lagði leikinn upp vitlaust eða að markvörðurinn þinn gerði mistök,“ sagði Stoney. „Mér finnst að konur séu ekki litnar sömu augum og karlar í okkar þjóðfélagi og þangað til að það gerist þá fáum við ekki tækifæri sem þetta. Þetta gerðist auðvitað í Frakklandi og bæði Emma Hayes (stjóri kvennaliðs Chelsea) og Hope Powell (fyrrum þjálfari enska kvennalandsliðsins) voru orðaðar við slíka stöðu en ég held að það hafi bara verið auglýsingabrella,“ sagði Stoney. „Ef þú ert nógu góð þá áttu að vera nógu góð. Við erum með nóg af meðalgóðum þjálfurum í kvennaboltanum,“ sagði Stoney.
Enski boltinn Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira