Henderson fær ekki að láta ljós sitt skína á Old Trafford á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. maí 2020 19:00 Dean Henderson hefur farið mikinn í liði Sheffield United á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira
Enski markvörðurinn Dean Henderson hefur staðið sig með prýði það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hvort leiktíðin verði kláruð eður ei er ljóst að Henderson getur verið sáttur með framgöngu sína. Hann hefur verið frábær í spútnik liði tímabilsins, Sheffield United. Þegar deildin var sett á ís vegna kórónufaraldursins voru nýliðar Sheffield í 7. sæti eftir 28 umferðir með 43 stig. Þá hefur Henderson haldið oftast hreinu í deildinni ásamt Alisson [Liverpool] og Kasper Schmeichel [Leicester City] eða tíu sinnum. Henderson er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni en hann kom til Stálborgarinnar á láni frá stórliði Manchester United. Þar var hann á eftir David De Gea og Sergio Romero í goggunarröðinni. Hann stefndi á að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar á næstu leiktíð en nú hefur Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, gefið það til kynna að Henderson verði lánaður frá Old Trafford enn á ný þegar næsta leiktíð hefst. 9.6 - The highest performing goalkeepers in Europe's top five leagues this season for Goals Prevented, based on Opta's Expected Goals on Target data:9.6 | Vicente Guaita8.7 | Martin Dubravka7.4 | Wojciech Szczesny7.2 | Dean Henderson7.0 | Walter BenítezStoppers. pic.twitter.com/2Wg07Ia20U— OptaJoe (@OptaJoe) March 18, 2020 Henderson munþó fá nýjan, og betrum bættan, samning í sumar en hann þarf samt að bíða eftir tækifærinu til að slá De Gea út sem aðalmarkvörð Man Utd. Hvort Englendingurinn fari aftur til Sheffield á eftir að koma í ljós en talið er að þó nokkur lið innan, sem og utan, Englands hafi áhuga á markverðinum unga. Enski fréttamiðillinn Daily Star greindi frá þessu. Þar kemur einnig fram að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi íhugað að skipta Jordan Pickford, aðalmarkverði Everton og landsliðsins, út fyrir Henderson. Evrópumótið í knattspyrnu fer fram næsta sumar og gæti hinn 23 ára gamli Henderson, með góðri frammistöðu á næstu leiktíð, verið orðinn aðalmarkvörður Englands þegar þar að kemur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Sjá meira