Viðskipti innlent

Hlut­hafar Ís­lands­banka krefjast stjórnar­kjörs

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Íslandsbanki bregst nú við.
Íslandsbanki bregst nú við.

Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í kvöld. Samkvæmt samþykktum bankans og hlutafélagalaga þarf að boða til fundarins innan tveggja vikna frá móttöku kröfu. Fundurinn þarf að vera boðaður með að lágmarki þriggja vikna.

Næsti fundur var fyrirhugaðir þann 19. mars 2026.

Linda Pétursdóttir, fjármálastjóri Alvotech, hefur verið stjórnarformaður frá júlí 2023 og Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf., er varaformaður. 

Þá sitja einnig í stjórninni Agnar Tómas Möller, fjárfestir, Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi Strategíu ráðgjafafyrirtækis, Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Development ehf. og Valgerður Hrund Skúladóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×