Golf

Haraldur Franklín sigraði Guðmund í bráðabana

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús fagnar sigrinum á Hvaleyrarvelli í dag.
Haraldur Franklín Magnús fagnar sigrinum á Hvaleyrarvelli í dag. Mynd/golf.is
Mikil spenna var á lokadegi Eimskipsmótaraðarinnar á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag þar sem að úrslit réðust í karlaflokki í bráðbana. Haraldur Franklín Magnús úr GR tryggði sér sigur í bráðabana gegn Guðmundi Ágústi Kristjánssyni sem er einnig úr GR.

Þeir léku báðir hringina þrjá á samtals -4 . Guðmundur Ágúst var með tveggja högg forskot fyrir lokaholuna. Haraldur Franklín fékk fugl (-1) á lokaholunni á meðan Guðmundur Ágúst fékk skolla (+1) og þeir voru því jafnir. Ólafur Björn Loftsson úr NK varð þriðji á -2 samtals.

Lokastaðan í karlaflokknum:

1. Haraldur Franklín Magnús, GR (72- 66-71) -4

2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (71-65-73) -4

3. Ólafur Björn Loftsson, NK (73- 67-71) -2

4. Ólafur Már Sigurðsson, GR (71-68-73) -1

5. Andri Már Óskarsson, GHR (68-73-72) par

6.-7. Kristján Þór Einarsson, GKj. (70-75-69) +1

6.7. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG (75-69-70) +1

8-10. Helgi Birkir Þórisson, GSE (71-74-70) +2

8.-10. Axel Bóasson, GK (75-69-71) +2

8.-10. Þórður Rafn Gissurarson, GR (72-70-73) +2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×