Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Rima apótek er ódýrasta apótekið í nýjum samanburði verðlagseftirlits ASÍ. Til skoðunar voru aðrar vörur en lyf, þær vörur sem finna má frammi í versluninni. Borgar apótek og Lyfjabúrið höfnuðu þátttöku, en á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað eru þau annað og þriðja dýrasta apótek landsins. Dæmi eru um að vörur kosti sex sinnum meira í apóteki en í stóru matvöruverslununum. Neytendur 7.4.2025 12:41
Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað. Neytendur 7.4.2025 11:40
Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendastofa hefur sektað Sif Verslun ehf, rekstraraðila netverslunarinnar sifverslun.is, um 100 þúsund króna vegna rangra fullyrðinga um virkni svokallaðra NatPat-plástra sem félagið selur. Neytendur 7.4.2025 10:19
Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur 4.4.2025 10:27
Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent 25.3.2025 09:17
Arion lækkar vexti Arion Banki hefur tilkynnt um breytingar á inn- og útlánsvöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn. Breytingarnar taka gildi fimmtudaginn 27. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21. mars 2025 18:14
Íslandsbanki breytir vöxtunum Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum bankans í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans á miðvikudag. Breytingarnar taka gildi 26. mars næstkomandi. Viðskipti innlent 21. mars 2025 14:05
Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár. Innlent 20. mars 2025 20:30
Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Verðlagseftirlit ASÍ segir verðlagseftirlitsmönnum sannarlega hafa verið vísað á dyr í Melabúðinni, þrátt fyrir fullyrðinga verslunarstjóra verslunarinnar um annað. Eftirlitið leggi ekki mat á gæði en það sé réttur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt. Neytendur 20. mars 2025 13:30
Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Innlendir framleiðendur munu að óbreyttu neyðast til að lækka verð sitt til Heinemann um tugi prósenta til að mæta framlegðarkröfum fyrirtækisins upp á 70 prósent. Viðskipti innlent 20. mars 2025 08:00
Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. Neytendur 19. mars 2025 20:15
Indó ríður aftur á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti. Neytendur 19. mars 2025 13:51
Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Verslunarstjóri Melabúðarinnar segir verðsamanburð án tillits til gæða, þjónustu og vöruvals draga upp skakka mynd og ekki taka tillit til sérstöðu sérverslana eins og Melabúðarinnar í samkeppni við stórar verslanakeðjur. Því sé óskiljanlegt að starfsfólk ASÍ hnýti í verslunina frekar en þá sem öllu ráða á dagvörumarkaði. Neytendur 19. mars 2025 13:43
Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Melabúðin hefur hafnað þátttöku í verðlagseftirliti Alþýðusambandsins. Áður en sú afstaða varð ljós hafði verðtaka verið framkvæmd, síðast í janúar síðastliðnum, en samkvæmt þeirri athugun var Melabúðin 43 prósentum dýrari en Bónus að meðaltali, þegar tæplega 700 vörur voru skoðaðar. Neytendur 19. mars 2025 09:47
Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Mikil örtröð hefur verið í Bónus í Naustahverfi á Akureyri í dag, þar sem boðið var upp á 30 prósent afslátt á öllum vörum í eins konar rýmingarsölu vegna fyrirhugaðra breytinga. Neytendur 18. mars 2025 18:53
Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum, segir marga viðskiptavini hafa samband við þjónustuver Póstsins á degi hverjum vegna falsaðra skilaboða sem hafa borist þeim. Neytendur 14. mars 2025 23:09
Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Tilkynningum um búðarhnupl fjölgaði um sjötíu prósent á síðasta ári. Framkvæmdastjóri segir þjófnaðinn oftast þaul skipulagðan og að þjófar séu sífellt að prófa nýjar aðferðir. Innlent 14. mars 2025 21:46
Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna varar fólk við svokölluðum sýndarverslunum sem spretta up eins og gorkúlur á internetinu. Neytendur 13. mars 2025 22:08
Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Niðurstöður Sjálfbærniásins í fyrra sýna að unga fólkið er greinilega að hugsa mikið um sjálfbærnimálin. Þannig sögðu 60% fólks á aldrinum 18-24 ára að sjálfbærnimál fyrirtækja skipti miklu máli. Atvinnulíf 13. mars 2025 07:02
Verð enn lægst í Prís Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7 prósent í febrúar frá fyrri mánuði samkvæmt dagvöruvísitölu ASÍ. Verðlag hefur hækkað í Bónus um 1,8 prósent frá desember, og verð mælist sem fyrr lægst í Prís. Neytendur 12. mars 2025 13:30
Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Íslendingar ættu að takmarka neyslu sína á rauðu kjöti við 350 grömm á viku og neyslu mjólkur og mjólkurvara við 350 til 500 ml á dag. Þá ættu þeir að borða fimm til átta skammta af grænmeti og ávöxtum á dag og þrjá skammta af heilkornum. Innlent 12. mars 2025 11:44
Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Ökumenn sem versluðu hjá Olís í Álfheimum spöruðu sér allt að tuttugu þúsund krónur vegna bilunar í morgun. Kommuvilla á dælum leiddi til þess að bensínlítrinn var seldur á 32,2 krónur í staðinn fyrir 322 krónur. Búið er að laga villuna. Viðskipti innlent 7. mars 2025 10:59
Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Forseti Landssambands íslenskra stúdenta segir skjóta skökku við að tugir milljarða hafi setið inni á bankabók Menntasjóðs á sama tíma og stúdentar borgi himinháa vexti af námslánum. Breytingar á lögum um Mennntasjóð séu skref í rétta átt en margt þurfi að gera svo hann þjóni tilgangi sínum sem félagslegur jöfnunarsjóður. Neytendur 6. mars 2025 21:02
Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Til stendur að snúa umdeildri breytingu á Búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Innlent 6. mars 2025 19:23
Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Erlent 6. mars 2025 16:05
Segir skilið við Grillmarkaðinn Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. Viðskipti innlent 6. mars 2025 15:14