
Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“
Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.