Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eigin­konan líkir þjálfara Slóvena við Gosa

Slóvenska körfuboltalandsliðið verður með því íslenska í riðli á Evrópumótinu en sá riðill verður spilaður í Póllandi. Það eru ekki allir sáttir með liðsvalið hjá Slóvenum og ekki síst ein stærsta körfuboltafjölskylda þjóðarinnar. Mikil dramatík er í kringum valið á EM-hópnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Pól­land missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket

Jeremy Sochan leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni mun ekki leika með Póllandi á Eurobasket sem hefst 27. ágúst næstkomandi. Pólland eru gestgjafar Íslendinga þar á meðal og er þetta högg fyrir liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frá­bæra byrjun

Íslenska tuttuga ára landslið kvenna í körfuknattleik lék í dag gegn Tyrklandi um sjöunda sætið í A-Evrópukeppninnar. Stelpurnar okkar byrjuðu frábærlega en annar og þriðji leikhluti urðu liðinu að falli. Lokatölur 73-65 fyrir Tyrkland og Ísland lenti í áttunda sæti.

Körfubolti
Fréttamynd

Celtics festa þjálfarann í sessi

Boston Celtics hefur tryggt sér þjónustu þjálfarans Joe Mazzula næstu árin. Liðið tilkynnti um þetta á samfélagsmiðlum í dag. Mazzula stýrði liðinu til NBA titilsins árið 2024 en liðið datt út gegn Indiana Pacers í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA stjarna borin út

NBA körfuboltamaðurinn Malik Beasley þurfti að finna sér nýjan gististað á miðvikudaginn eftir að hann var borinn út úr íbúðinni sinni.

Körfubolti