Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Hljómsveitin Geðbrigði bar sigur úr býtum á úrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Í öðru sæti var hljómsveitin j. bear & the cubs og í því þriðja var Big Band Eyþórs. Atriðið sem vann símakosninguna var hljómsveitin Rown, og fékk hún fyrir vikið nafnbótina hljómsveit fólksins. Lífið 6.4.2025 23:03
Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök Innlent 6.4.2025 17:20
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. Erlent 6.4.2025 14:38
Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni 5.4.2025 07:03
Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Lífið 4. apríl 2025 13:03
Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Einn svakalegasti tónlistarviðburður seinni ára fer fram í N1 höllinni í Reykjavík þann 20. september þegar 80´s og 90´s tónlist mun hljóma í lifandi útsetningu nokkurra frægra erlendra listamanna, innlendra og erlendra plötusnúða og íslensku hljómsveitarinnar Steed Lord með Svölu Björgvins í fararbroddi. Lífið samstarf 4. apríl 2025 10:44
Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Lífið 4. apríl 2025 10:18
Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Hlín Leifsdóttir, sópransöngkona og ljóðskáld, hefur slegið í gegn í Grikklandi upp á síðkastið, meðal annars með ljóðalestri og tónlistarútgáfu á Íslandi. Lífið 4. apríl 2025 10:00
Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking. Gagnrýni 4. apríl 2025 07:11
Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Alls bárust 28 umsóknir um stöðu dagskrárstjóra hjá RÚV. Fjórir drógu umsókn sína til baka eftir að óskað var eftir nafnalista. Meðal umsækjenda er Margrét Jónasdóttir starfandi dagskrárstjóri og Eva Georgs Ásudóttir fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Innlent 3. apríl 2025 18:47
Rislítil ástarsaga Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. Gagnrýni 3. apríl 2025 07:12
Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar „Þetta er minn hægri fótur og vinstri hönd, klárt mál, hefur veitt mér mikla ánægju, haldið fyrir mér vöku og allt þar á milli,“ segir myndlistarmaðurinn Árni Már sem hefur rekið Gallery Port frá því það var stofnað fyrir níu árum. Það má segja að Árni þekki flest allar hliðar myndlistarsenunnar hérlendis og heldur stöðugt áfram að feta ótroðnar slóðir. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 2. apríl 2025 20:02
Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Þakið ætlaði að rifna af Fossvogsskóla í dag þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt. Þriðju og fjórðu bekkingar dönsuðu og sungu hástöfum með laginu og ekki ólíklegt að krakkarnir hafi fengið hlaupasting, sem er einmitt nafnið á laginu. Tónlist 2. apríl 2025 19:21
Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd David Fincher mun leikstýra framhaldi Tarantino-myndarinnar Once Upon a Time in Hollywood fyrir Netflix. Tarantino skrifar sjálfur handritið og snýr Brad Pitt aftur sem áhættuleikarinn Cliff Booth. Lífið 2. apríl 2025 14:02
Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Í samfélagi sem ýtir okkur sífellt til að vera hraðari og afkastameiri er auðvelt að gleyma því að tíminn sjálfur breytist ekki, það er upplifunin sem sveiflast,“ segir hönnuðurinn Viktor Weisshappel sem opnar klukkusýningu á Prikinu í tilefni af Hönnunarmars. Hátíðin hefst með pompi og prakt í dag. Menning 2. apríl 2025 14:00
Þórdís Lóa brast í söng í pontu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, brast í söng í umræðu um breytingar á reglum um umferð einkaþotna og þyrlna og kennsluflug um Reykjavíkurflugvöll á borgarstjórnarfundi í gær. Lífið 2. apríl 2025 10:51
Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Tónlist 2. apríl 2025 10:25
Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðið fimmtudagskvöld þegar finnska rómantíska gamanmyndin Fimmtudagurinn langi var frumsýnd. Mika Kaurismaki, leikstjóri myndarinnar, lét sig ekki vanta og var viðstaddur frumsýninguna. Lífið 2. apríl 2025 09:02
„Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ „Ég er enn í dag alltaf að nota verkfæri sem pabbi minn átti. Mér finnst mjög gaman núna að tengja svona mikið við hann í því sem ég er að gera,“ segir hönnuðurinn og listakonan Salóme Hollanders. Hún hefur komið víða við í listheiminum, fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötuumslag, hannað listaverkaspegla sem hafa slegið í gegn og sett upp fjölda sýninga. Blaðamaður ræddi við hana á djúpum nótum um lífið og listina. Menning 2. apríl 2025 07:01
Val Kilmer er látinn Bandaríski leikarinn Val Kilmer, ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugar Hollywod, er látinn, 65 ára að aldri. Hann lést úr lungnabólgu eftir áralanga baráttu við krabbamein í hálsi. Lífið 2. apríl 2025 06:27
Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Prúðbúnir listunnendur fjölmenntu í Borgarleikhúsinu í vikunni þegar nýjasta verk Íslenska dansflokksins, Hringir Orfeusar og annað slúður, var frumsýnt. Auk frumsýningarinnar tók Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, nýskipaður listdansstjóri, formlega við embætti af Ernu Ómarsdóttur sem er jafnframt höfundur verksins. Lífið 1. apríl 2025 13:21
Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu. Menning 1. apríl 2025 11:31
Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til að túlka sjálfa Bítlana – þá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starr – í nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er að verði sýnd 2028. Bíó og sjónvarp 1. apríl 2025 08:54
Biður drottninguna að blessa heimilið „Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 1. apríl 2025 07:02
Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Árið 2024 var besta rekstrarár frá opnun tónlistarhússins Hörpu. Aldrei hafa jafn margir miðar selst á viðburði. Aðalfundur Hörpu fór fram í dag þar sem uppgjör félagsins var kynnt auk ársskýrslu. Viðskipti innlent 31. mars 2025 22:12