Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Fjöl­skylda Jota á Anfield í kvöld

Fjölskylda Diogo Jota, leikmanns Liverpool sem lést af slysförum í síðasta mánuði, verður á Anfield í kvöld þegar að Liverpool tekur á móti Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 

Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Maður er búinn að vera á nálum“

Enski boltinn fer að rúlla af stað með fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Heilmikil vinna er að baki því að hleypa verkefninu úr vör á Sýn Sport. Yfirframleiðandi þess hefur á köflum verið á nálum en hlakkar nú til að hefja tímabilið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Eftir­minni­legasta lýsing Ís­lands­sögunnar

Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Gefa á­horf­endum inn­sýn í það sem sér­fræðingarnir gera“

Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Galið og fá­rán­legt“

Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, er brjálaður yfir því að Brookelynn Paige Entz hafi ekki fengið heimild til að spila leik liðsins gegn Þrótti fyrr í kvöld. Hann segir bæði félög búin að ganga frá pappírum, en „einhver ríkisstofnun“ hafi komið í veg fyrir að hún mætti spila.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði að lið hans hefði sýnt betri hliðar þegar liðið mætti Víkingi í kvöld á Bröndby-Stadion en það gerði í leiknum á Víkingsvellinum fyrir viku síðan. Bröndby komst áfram í fjórðu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla með 4-0 sigri í leik liðanna í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik fer til San Marínó

Breiðablik er á leiðinni til San Marínó og mætir Virtus í umspili upp á sæti í Sambandsdeildinni. Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli næsta fimmtudag og sá síðari á heimavelli Virtus þarnæsta fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sama til­finning og eftir tapið gegn Blikum“

Niko Hansen, framherji Víkings, var vitanlega vonsvikinn eftir 4-0 skell liðsins gegn Bröndby í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Bröndby-Stadion í kvöld. Danski framherjinn fékk úr litlu að moða í þessum leik. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hall­dór: Gæðalítill leikur

Breiðablik er dottið úr Evrópudeildinni en eygir möguleika á því að komast í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar. Halldór Árnason þurfti að viðurkenna að að fyrri hálfelikur hafi verið lélegur í kvöld. Leiknum lauk með ósigri 1-2 og Blikar þurfa að drífa sig að jafna sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Damir: Of mjúkir í fyrri hálf­leik

Breiðablik var slegið út úr Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið tapaði fyrir Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu 1-2. Samanlagt fór einvígið 2-3 en Damir Muminovic sagði bæði lið ekki hafa átt góðan leik í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaup­manna­höfn

Bröndby gerði sér lítið fyrir og vann 4-0 sigur þegar liðið fékk Víking i heimsókn á Bröndby-Stadion í seinni leik liðanna í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Eftir 3-0 sigur Víkings í fyrri leiknum sem fram fór í Fossvoginum snéri Bröndby taflinu sér í vil í Kaupmannahöfn og fer áfram í fjórðu umferðina með 4-3 sigri samanlagt. 

Fótbolti
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys á leið í umspil

Þrátt fyrir 1-0 tap eru lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann eru á leið í umspil upp á sæti í Evrópudeildinni eftir 2-1 samanlagðan sigur í einvígi gegn BK Hacken.

Fótbolti