Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Benóný Breki bjargaði stigi í Eist­landi

Undankeppni U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta fyrir EM 2027 fer vægast sagt illa af stað. Eftir tap gegn Færeyjum í 1. umferð náði liðið aðeins í stig gegn Eistlandi ytra. Um er að ræða tvær af þremur þjóðum sem talið var að Ísland myndi ná í fullt hús stiga gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir við­talið

Þeir Stefán Árni Pálsson, Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason eru á Parc des Princes í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta mætir Frökkum í undankeppni HM 2026 á morgun. Þeir hituðu upp fyrir leikinn í Leiðin á HM.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum að keyra inn í þetta“

„Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Tottenham Hotspur er ekki til sölu“

Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Maður er í þessu fyrir svona leiki“

„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. 

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar á fleygi­ferð eftir EM pásuna

Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að þetta séu auð­veldustu leikirnir sem þú spilar“

„Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Sport
Fréttamynd

Depay orðinn marka­hæstur í sögu Hollands

Hollendingar tylltu sér á topp G-riðils í undankeppni HM 2026 í dag með 2-3 sigri á Litháen en Litháar eru enn án sigurs í riðlinum. Memphis Depay skoraði tvö mörk í dag og varð þar með markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugar­dalnum

Þróttur og FHL gerðu 2-2 jafntefli á Avis-vellinum í dag. Jafnteflið sennilega sanngjarnt á endanum en frammistaða FHL var að mörgu leyti öflug og þær voru beittar í flestum sínum aðgerðum. Þróttur, sem hafa oft spilað betur í sumar, unnu síðast í deildinni fyrir um mánuði síðan.

Íslenski boltinn