
Innherji

Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan
Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra.
Fréttir í tímaröð

Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans
Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Gengi Alvotech tók dýfu með óvæntum söluþrýstingi eftir uppgjör yfir spám
Þrátt fyrir að uppgjör Alvotech á öðrum fjórðungi hafi á flesta mælikvarða verið talsvert yfir spám greinenda tók gengi bréfa félagsins væna dýfu fljótlega eftir að markaðir opnuðu daginn eftir. Mikið framboð af bréfum til sölu kom þá inn á markaðinn í gegnum erlendar fjármálastofnanir.

Þykir svartsýnin í verðlagningu skuldabréfa „keyra úr hófi fram“
Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.

Fjárfestingafélag Soros komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel
Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu.

Mikill rekstrarbati Icelandair „ólíklegur“ miðað við núverandi sterkt gengi krónu
Sögulega hátt raungengi krónunnar og framleiðsluspenna setur reksturinn hjá Icelandair í „klemmu“, að mati hlutabréfagreinenda, en verðmat á flugfélaginu lækkar umtalsvert eftir uppgjör sem var langt undir væntingum. Það vinnur með Icelandair að helsti keppinauturinn er að minnka umsvifin en hins vegar er erfitt að sjá rekstrarbata í kortunum næstu misserin við núverandi gildi krónunnar á móti Bandaríkjadal.

„Afar háir“ vextir í skuldabréfaútgáfu Play til marks um áhættuna í rekstri félagsins
Ársvextirnir sem Play mun greiða fjárfestum í væntanlegri skuldabréfaútgáfu eru að líkindum þeir hæstu sem nokkurt flugfélag er að borga af sambærilegum skuldabréfum, að mati norsks greinanda, og endurspeglar áhættuna í rekstri íslenska félagsins.

Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion
Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

„Arion einfaldlega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arðsemi
Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“

Sala á Landsbankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkisins um fimmtung
Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Sérhæfður lánasjóður hjá Ísafold stærsti fjárfestirinn í skuldabréfaútgáfu Play
Sérhæfður lánasjóður í stýringu Ísafold Capital Partners fer fyrir hópi innlendra fjárfesta sem er að leggja Play til samtals tuttugu milljónir dala og kemur sjóðurinn með stóran hluta þeirrar fjárhæðar.

Kemur ekki á óvart að fjárfestar horfi til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu
Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.

Míla gerir aðra atlögu að því að kaupa ljósleiðarafélag í Vestmannaeyjum
Stjórn Eyglóar, eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum, hefur fallist á nýtt kauptilboð Mílu í fjarskiptainnviði fyrirtækisins en fyrr á árinu var samruni félaganna afturkallaðar vegna „mikillar mótspyrnu“ sem viðskiptin mættu í umsögnum til Samkeppniseftirlitsins, sérstaklega frá Ljósleiðaranum og Fjarskiptastofu. Ljósleiðarinn skilaði hins vegar ekki tilboði í innviði Eyglóar þegar þeir voru auglýstir til sölu fyrir skömmu.

Skattahækkanir á útflutningsgreinar mun líklega grafa undan raungenginu
Áform stjórnvalda um aukna skattlagningu á helstu útflutningsgreinar landsins, einkum sjávarútveginn, mun ólíklega skila tekjum í samræmi við væntingar enda munu umsvifin og samkeppnishæfni minnka á sama tíma, að sögn hlutabréfagreinanda og hagfræðings, sem furðar sig á lítilli umræðu í þjóðfélaginu um stöðu okkar mikilvægustu atvinnuvega. Þvert á yfirlýstan tilgang þá sé líklegast að skattahækkanir á útflutningsatvinnuvegina muni draga úr kaupmætti og velmegun þegar á öllu er á botninn hvolft.

Með fleiri gjaldeyrisstoðum gæti hátt raungengi verið „komið til að vera“
Þrátt fyrir sögulega hátt raungengi krónunnar samhliða miklum launahækkunum ætti öflug ferðaþjónusta að geta þrifist, að mati sérfræðings á gjaldeyrismarkaði, en það kallar á aðlögunarhæfni greinarinnar og smám saman muni starfsemi með litla framlegð verða ýtt út úr landi vegna launakostnaðar. Uppgjör Icelandair á öðrum fjórðungi, sem var vel undir væntingum greinenda, litaðist meðal annars af sterku gengi krónunnar og forstjóri flugfélagsins nefndi að sagan sýndi að þessi staða væri ekki sjálfbær.

Róbert selur Adalvo til fjárfestingarrisans EQT fyrir um einn milljarð dala
Fjárfestingafélagið Aztiq, sem er í meirihlutaeigu Róberts Wessman, hefur gengið frá sölu á nánast öllum eignarhlut sínum í Adalvo til alþjóðlega fjárfestingarrisans EQT en lyfjafyrirtækið er verðmetið á um einn milljarð Bandaríkjadala í þeim viðskiptum. Róbert segir að með sölunni sé hann meðal annars að reyna „einfalda lífið“ þannig að hann geti varið öllum sínum tíma í rekstur Alvotech en jafnframt er núna unnið að því að reyna klára sölu á samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen í Bandaríkjunum síðar á árinu.

Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku
Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.

Skortstöður fjárfesta í bréfum Alvotech eru í hæstu hæðum
Ekkert lát virðist vera á áhuga fjárfesta vestanhafs að skortselja bréf í Alvotech en slíkar stöður stækkuðu á nýjan leik í lok síðasta mánaðar og eru núna í hæstu hæðum. Á sama tíma hefur hlutabréfaverð Alvotech átt erfitt uppdráttar og er niður um fjórðung frá því snemma í júnímánuði.

Engan bilbug að finna á neyslugleði heimila samhliða sterku gengi krónunnar
Innflutningur á varanlegum neysluvörum, eins og til dæmis heimilistækjum, hefur aukist verulega á fyrri helmingi ársins sem endurspeglar mikinn kraft í eftirspurn heimilanna, nokkuð sem peningastefnunefnd mun hafa áhyggjur af. Þá vekur það eftirtekt að vöruinnflutningur frá Bandaríkjunum hefur aldrei verið eins mikill og í maímánuði, sem kann að helgast af lækkun á gengi Bandaríkjadals vegna óvissu um tollastefnu Bandaríkjaforseta, en á sama tíma var útflutningur vestur um haf með minnsta móti.

Óvenjuleg hömstrun vinnuafls ýtt undir spennu og launskrið á vinnumarkaði
Óvenjuleg staða hefur verið uppi á íslenskum vinnumarkaði að undanförnu, sem hefur meðal annars endurspeglast í fjölgun starfa og miklum launavexti samhliða því að samdráttur mælist í landsframleiðslu, en þróunin á um margt sameiginlegt með því sem sést hefur í mörgum öðrum Evrópuríkjum í kjölfar farsóttarinnar. Líklegasta skýringin, samkvæmt greiningu aðalhagfræðings Kviku banka, er hömstrun vinnuafls umfram það sem hagkvæmast getur talist þegar eftirspurn í hagkerfinu er að gefa eftir og kann meðal annars að hafa átt þátt í þrálátri verðbólgu hér á landi.

Mæla enn með sölu í Högum þrátt fyrir hækkun á verðmatsgengi félagsins
Þrátt fyrir að hækka nokkuð verðmatsgengið á Haga eftir uppgjör fyrsta fjórðungs, sem litaðist meðal annars af betri afkomu af SMS í Færeyjum en búist var við, ráðleggja greinendur IFS enn sem fyrr með því að fjárfestar minnki stöðu sína í smásölurisanum. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er búið að bæta við áhættuálagi vegna óvissu í efnahagsmálum á heimsvísu og jafnframt varað við auknum líkum á gengislækkun krónunnar sem geti minnkað framlegð Haga.

Nauðsynlegt að bregðast við skertri samkeppnishæfni „án tafar“ eftir sölu ríkisins
Stjórnarformaður Íslandsbanka, sem hefur innleitt hvatakerfi og kaupréttaráætlun með miklum stuðningi hluthafa, segir bankann hafa misst starfsfólk vegna þess að geta ekki boðið samkeppnishæf laun og það hafi því verið nauðsynlegt að bregðast við „án tafar“ eftir að ríkið seldi allan eftirstandandi hlut sinn fyrir skemmstu. Aðeins rétt undir hundrað hluthafar, sem fóru saman með tæplega 37 prósenta eignarhlut, mættu á sérstakan hluthafafund Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar sem var boðaður í því skyni að gera breytingar á starfskjarastefnu félagsins.

Stöðugur tekjuvöxtur BBA//Fjeldco skilar sér í um 430 milljóna hagnaði
Íslenska lögmannsstofan BBA//Fjeldco, sem var meðal annars ráðgjafi við risasamruna JBT og Marel, sá tekjur sínar vaxa um liðlega átta prósent á árinu 2024 og þá jókst sömuleiðis hagnaður félagsins og nam 430 milljónum. Stjórnendur stofunnar reikna með áframhaldandi vexti á þessu ári, meðal annars í verkefnum tengdum jarðvarma og endurnýtanlegri orku í gegnum dótturfélagið Elements.