Fréttamynd

Boða kaup­auka­kerfi fyrir starfs­menn Ís­lands­banka þegar ríkið hefur selt

Núna þegar útlit er fyrir að eignarhlutur ríkissjóðs í Íslandsbanka minnki verulega í væntanlegu hlutafjárútboði, og fari að sennilega í eða undir um fimmtungshlut, þá hefur stjórnin boðað að hún ætli í kjölfarið að endurvekja kaupaaukakerfi fyrir starfsmenn, rúmlega átta árum eftir að það var lagt niður þegar bankinn komst í eigu ríkisins. Stjórnarformaður Íslandsbanka beinir einnig spjótum sínum að Seðlabankanum og segir mikilvægt að hann skýri nánar þær íþyngjandi kröfur sem eru lagðar á bankakerfið, meðal annars hvort við sem þjóð séum reiðubúin að greiða kostnaðinn sem þeim fylgir.

Innherji

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skýra þarf betur hvernig til­boðs­bók fyrir stærri fjár­festa styður við verð­myndun

Sú ákvörðun um að bæta við sérstakri tilboðsbók C í fyrirhuguðu hlutafjárútboði á eftirstandandi hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, ætluð stórum innlendum og erlendum fagfjárfestum, þarf að skýra betur með tilliti til framkvæmdar og tilgangs, að mati Kauphallarinnar, meðal annars hvernig hún að eigi að hjálpa til við verðmyndun í útboðinu. Stjórnvöld telja að fyrsti mögulegi gluggi til að halda áfram með söluferlið verði fyrri hluta maímánaðar.

Innherji
Fréttamynd

Gott gengi tækni­fyrir­tækja hefur aukið sam­þjöppun er­lendra eigna líf­eyris­sjóða

Með auknu vægi bandarískra tæknifyrirtækja í heimsvísitölu hlutabréfa hefur orðið talsverð samþjöppun þegar litið er til erlendra hlutabréfafjárfestinga íslensku lífeyrissjóðanna á síðustu árum, samkvæmt greiningu Seðlabankans, og eignarhlutur tíu stærstu félaganna í eignasöfnum sjóðanna nemur núna samanlagt um tíu prósent af öllum erlendum eignum þeirra. Miklar lækkanir hafa einkennt bandaríska hlutabréfamarkaðinn á undanförnum vikum en fjárfestingarstefnur lífeyrissjóðanna hér á landi fyrir árið 2025 sýna að sjóðirnir ætla sér að fara varlega í að auka vægi sitt frekar í erlendum eignum eins og sakir standa.

Innherji
Fréttamynd

LIVE selt um þriðjunginn af öllum bréfum sínum í Eik á fá­einum vikum

Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem var þangað til fyrir skemmstu einn allra stærsti hluthafinn í Eik, hefur að undanförnu haldið áfram að selja hratt niður stöðu sína í fasteignafélaginu og á innan við tveimur mánuðum er sjóðurinn búinn að losa um þriðjunginn af eignarhlut sínum. Fjárfestingafélag í eigu eins umsvifamesta verktaka landsins heldur hins vegar á sama tíma áfram að stækka stöðuna í Eik en nýr forstjóri tekur við fyrirtækinu eftir aðalfund í næsta mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Vogunar­sjóðurinn Al­gildi selur allar hluta­bréfastöður og hættir starf­semi

Eftir afar krefjandi aðstæður á innlendum hlutabréfamarkaði nánast samfellt undanfarin þrjú ár hefur vogunarsjóðurinn Algildi, sem fjárfestir einkum í hlutabréfum, losað um allar skráðar verðbréfastöður sínar og tilkynnt sjóðsfélögum að hann sé hættur starfsemi. Algildi var um tíma á meðal umsvifameiri vogunarsjóða á markaði en hefur minnkað mikið að stærð á allra síðustu árum samtímis umtalsverði gengislækkun.

Innherji
Fréttamynd

Til­efni til að skoða hvort „rétt jafn­vægi“ hafi verið markað í kröfum á banka­kerfið

Nú þegar bráðum verða tveir áratugir liðnir frá falli bankanna þá er ástæða til þess að nota þau tímamót til að leggja mat á hvort „rétt jafnvægi“ hafi verið markað þegar kemur að sköttum og kröfum á fjármálakerfið, að mati formanns bankaráðs Landsbankans, enda fylgir þeim mikill kostnaður og hefur áhrif á samkeppnishæfnina. Hann segir bankann vera í „sóknarhug,“ meðal annars eftir kaupin á TM, en ljóst sé hins vegar að með aukinni tækni er samkeppnin að vaxa, bæði frá innlendum og erlendum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Gildi einn stærsti hlut­hafinn í Ocu­lis með um fimm milljarða stöðu

Lífeyrissjóðurinn Gildi var í byrjun ársins í hópi allra stærstu hluthafa Oculis, með eignarhlut sem er núna verðmetinn á um fimm milljarða, en eftir að framtakssjóðurinn Brunnur afhenti nýlega alla hlutafjáreign sína til sjóðsfélaga er enginn íslenskur fjárfestir með yfir fimm prósenta hlut í augnlyfjaþróunarfyrirtækinu. Hlutabréfaverð Oculis hefur lækkað um liðlega fjórðung á undanförnum vikum en erlendir greinendur telja félagið verulega undirverðlagt og hækkuðu sumir verðmat sitt eftir ársuppgjör.

Innherji
Fréttamynd

Al­vot­ech kaupir þróunar­starf­semi Xbra­ne og stefnir að skráningu í Sví­þjóð

Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Innherji
Fréttamynd

Vaxtalækkun í takt við væntingar en nefndin telur enn þörf á „þéttu“ að­haldi

Samstaða var á meðal nefndarmanna peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka vexti um 25 punkta, sem var í samræmi við væntingar greinenda og markaðsaðila, en samtímis háu raunvaxtastigi er verðbólgan að hjaðna á breiðum grunni og útlit fyrir að hún minnki áfram á næstu mánuðum. Nefndin undirstrikar hins vegar sem fyrr að áfram verði þörf á „þéttu taumhaldi peningastefnunnar.“

Innherji
Fréttamynd

Tolla­stríð ætti að minnka efna­hags­um­svif og styðja við vaxtalækkanir

Fjárfestum er ekki stætt á öðru en að taka hótanir Donalds Trump um tolla á helstu viðskiptalönd Bandaríkjanna alvarlega, fremur en að telja að um sé að ræða samningatækni, og ljóst að verði af tollastríði mun það hafa „ótvíræð“ neikvæð áhrif á efnahagsumsvifin hér á landi, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann telur frekar líkur standa til þess að tollastríð eigi eftir að draga úr verðbólgu og ætti af þeim sökum að styðja við vaxtalækkunarferli Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Freista þessa að selja Frum­herja og um fimm milljarða fast­eigna­safn

Frumherji hefur verið sett í formlegt söluferli en eigendur félagsins, sem er umsvifamest á Íslandi á sviði skoðana og prófana á meðal annars bifreiðum, áforma einnig að selja frá sér fasteignasafnið sem telur yfir átta þúsund fermetra. Núverandi hluthafar Frumherja eignuðust fyrirtækið að fullu fyrir fáeinum árum þegar þeir keyptu út meðfjárfesta sína.

Innherji
Fréttamynd

Fjár­málaráðherra leggur til ó­breytt banka­ráð hjá Lands­bankanum

Engar breytingar verða gerðar á sjö manna bankaráði Landsbankans á komandi aðalfundi en núverandi aðalmenn komu allir nýir inn í bankaráðið fyrir aðeins um einu ári eftir að þáverandi bankaráðsmönnum var öllum skipt út fyrir að hafa vanrækt upplýsingaskyldu sína, að mati Bankasýslunnar, við umdeild kaup á TM. Þrátt fyrir að vera ekki tilnefndur af fjármálaráðherra hefur Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi Alþingisþingmaður, engu að síður boðið sig fram í bankaráð Landsbankans.

Innherji
Fréttamynd

Raunarð­semin um­tals­vert lægri en hjá öðrum stórum nor­rænum bönkum

Að teknu tilliti til boðaðrar arðgreiðslu síðar í vikunni þá nema uppsafnaðar útgreiðslur til hluthafa Arion á undanförnum fjórum árum – bæði í formi arðs og kaupa á eigin bréfum – samtals um 124 milljörðum, eða sem nemur vel yfir helmingi af núverandi markaðsvirði bankans. Þrátt fyrir að skila betri afkomu en hinir stóru bankarnir á Íslandi þá var raunarðsemi Arion á árinu 2024 umtalsvert lægri borið saman við aðra kerfislega mikilvæga banka á Norðurlöndunum.

Innherji
Fréttamynd

Taki var­kárt skref með 25 punkta lækkun í skugga ó­vissa og yfir­vofandi tolla­stríðs

Nánast óbreytt raunvaxtaaðhald frá síðasta fundi þýðir að peningastefnunefndin mun aðeins hafa svigrúm til að lækka vextina um 25 punkta í þetta sinn, að mati mikils meirihluta markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, þar sem myndarleg hjöðnun verðbólgu mun vega þyngra en óvænt hækkun verðbólguvæntinga heimila. Góðar líkur eru á að vaxtalækkunarferlið haldi áfram síðar á árinu, einkum ef peningastefnunefnd fer að hefja hægfara losun á aðhaldinu, og mjög verður horft til skilaboða Seðlabankans í vikunni hvaða áhrif stóraukin óvissa í alþjóðamálum og yfirvofandi tollastríð kunni að hafa á efnahagsumsvifin.

Innherji
Fréttamynd

Þarf meira til en sam­nýtingu inn­viða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins

Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.

Innherji
Fréttamynd

Spáir hæg­fara hækkun á fram­legðar­hlut­falli JBTM og telur fé­lagið undir­verðlagt

Þrátt fyrir „hófsama“ spá hlutabréfagreinanda um að framlegðarhlutfall sameinaðs félags JBT og Marel muni hækka smám saman á næstu árum í 38 prósent – það var 36,7 prósent í fyrra – þá er félagið samt nokkuð undirverðlagt um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu. Metinnflæði var í nýjum pöntunum á síðasta fjórðungi en líklega vilja stjórnendur gera enn betur og ná pantanabókinni upp fyrir 38 prósent af tekjum.

Innherji
Fréttamynd

Kaupin í Sýn gætu verið „öfug leið“ að skráningu verslunar­fé­laga í eigu SKEL

Markmiðið með kaupum SKEL á ríflega tíu prósenta hlut í Sýn gæti verið undanfari þess að vilja láta reyna á samrunaviðræður við Samkaup/Heimkaup og þannig fara öfuga leið að boðaðri skráningu verslunarsamsteypunnar á hlutabréfamarkað, að mati hlutabréfagreinanda. Kaupin hjá SKEL voru gerð aðeins örfáum dögum fyrir aðalfund Sýnar en sennilegt er talið að stjórnendur fjárfestingafélagsins muni fara fram á að boðað verði til nýs hluthafafundar í því skyni að tilnefna fulltrúa sinn í stjórn fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins.

Innherji
Fréttamynd

Yfir fimm­tíu milljarða evru­greiðsla ætti að létta á gjald­eyris­kaupum líf­eyris­sjóða

Væntanleg reiðufjárgreiðsla í evrum til lífeyrissjóða, sem hluti af uppgjöri HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum á gamla Íbúðalánasjóðnum, ætti að létta nokkuð á gjaldeyrismarkaðnum til skamms tíma en umfangið jafngildir samanlögðum hreinum gjaldeyriskaupum sjóðanna yfir um átta mánaða tímabil. Lífeyrissjóðirnir fengu sömuleiðis í sinn hlut jafnvirði um fimmtíu milljarða í erlendum gjaldeyris í byrjun ársins sem hefur valdið því að hægt hefur nokkuð á umsvifum þeirra á gjaldeyrismarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Ekki meira inn­streymi í ríkis­bréf í eitt ár með auknum kaupum er­lendra sjóða

Eftir nokkuð lítil umsvif erlendra skuldabréfasjóða í kaupum á íslenskum ríkisverðbréfum að undanförnu þá jukust þau verulega í febrúar með fjármagnsinnflæði upp á meira en átta milljarða. Fjárfesting erlendra sjóða hefur ekki verið meiri í einum mánuði í eitt ár, sem átti sinn þátt í að ýta undir óvænta gengisstyrkingu krónunnar, og kemur á sama tíma og langtímavaxtamunur við útlönd hefur heldur farið lækkandi.

Innherji
Fréttamynd

Al­vogen býst við hækkun á láns­hæfi eftir fjár­hags­lega endur­skiplagningu

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum gerir ráð fyrir því að Standard & Poors muni á næstu dögum uppfæra lánshæfiseinkunn samheitalyfjafyrirtækisins, meðal annars með hliðsjón af breyttri fjármagnsskipan eftir að félagið kláraði endurfjármögnun á langtímalánum þess. Matsfyrirtækið gaf út lánhæfiseinkunn til skamms tíma fyrir helgi sem var sagt endurspegla valkvætt greiðsluþrot á hluta af útistandandi skuldum Alvogen.

Innherji
Fréttamynd

Íbúða­skorturinn veldur því að sér­eigna­stefnan er á „hröðu undan­haldi“

Nú er svo komið að um fimm prósent landsmanna, nánast einvörðungu þeir sem eru fimmtíu ára og eldri, eiga um þrjátíu prósent allra íbúða á landinu með markaðsvirði sem nemur um helmingi af stærð lífeyrissjóðakerfisins, segir framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélagsins. Vegna lóða- og íbúðaskorts fjölgar ört þeim einstaklingum sem ná ekki að eignast húsnæði, sem veldur því að þeim tekst ekki að byggja upp eigið fé, og afleiðingin er sú að séreignastefnan er á „hröðu undanhaldi.“

Innherji
Fréttamynd

Al­vogen klárar rúm­lega níu­tíu milljarða endur­fjár­mögnun á lánum fé­lagsins

Alvogen í Bandaríkjunum hefur klárað langþráða endurfjármögnun á lánum samheitalyfjafyrirtækisins að jafnvirði um 90 milljarða króna frá hópi sérhæfðra bandarískra stofnanafjárfesta. Matsfyrirtækið S&P lækkaði lánshæfismat sitt á Alvogen í byrjun ársins ásamt því að setja félagið á svonefndan athugunarlista og vísaði þá meðal annars til óvissu vegna endurfjármögnunar á skuldum þess.

Innherji
Fréttamynd

Beint tap ríkisins af lægra virði banka vegna sér­tækra skatta yfir 60 milljarðar

Samkeppnishæfni íslenska fjármálakerfisins er léleg, meðal annars út af miklum opinberum álögum, og bankaskattar valda því að virði eignarhluta ríkisins í bönkum er um 64 milljörðum lægra en ella til viðbótar við óbein áhrif í formi minni hagvaxtar og fjárfestingar, að sögn bankagreinanda. Hann telur að vaxtamunur banka sé „stórlega ofmetinn og rangtúlkaður“ í almennri umræðu og kemst að þeirri niðurstöðu að Arion sé talsvert undirverðlagður á markaði.

Innherji