Andri Björns stendur vaktina allar helgar Andri Freyr Björnsson hefur tekið við sem helgarstjóri á FM957 og mun sitja vaktina í stúdíóinu alla laugardaga og sunnudaga milli klukkan 12 og 16. Lífið 18.10.2025 11:00
„Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ „Ég vissi strax að þetta væri eitthvað sem ég vildi gera, að hafa jákvæð áhrif, hvetja aðra, sýna hver ég er sem manneskja og leyfa mér að skína,“ segir Jóhanna Dalrós Runólfsdóttir, ungfrú Vesturland. Lífið 18.10.2025 10:01
Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Jóhann Sigurðarson hefur verið í hópi þekktustu leikara þjóðarinnar í áratugi. Núna lítur hann um öxl og fer yfir ferlinn í sýningunni 44 ár á fjölunum. Lífið 18.10.2025 09:01
Slíta sambandinu en vinna áfram saman Hollywood-stjörnurnar Tom Cruise og Ana de Armas eru hætt saman eftir átta mánaða samband. Neistarnir hafi verið horfnir og því best að segja það gott. Þau verði áfram vinir og samstarfsfélagar í neðansjávar-spennutrylli. Lífið 17.10.2025 15:19
Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“. Tónlist 17.10.2025 14:23
Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. Menning 17.10.2025 13:25
Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Í kjölfar metsölusýninganna A Country Night in Nashville og Mania: The ABBA Tribute í Hörpu nýverið koma framleiðendurnir Jamboree Entertainment með aðra magnaða tónleika sem enginn ætti að missa af. Lífið samstarf 17.10.2025 12:33
Frábær árangur í meðferðarstarfi Þær Sigurbjörg Kristjánsdóttir og Auður Árnadóttir eru klínískir dáleiðendur og hafa unnið með Hugræna endurforritun frá því meðferðin var kynnt árið 2020. Sigurbjörg er með stofu í Reykjavík en Auður á Akureyri. Þær hafa báðar náð frábærum árangri í meðferðarstarfinu og lærðu báðar hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Lífið samstarf 17.10.2025 11:31
Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Þúsundþjalasmiðurinn Rúrik Gíslason hlaut verðlaunin Rísandi stjarna ársins (e. Shooting Star Actor of the Year) á verðlaunahátíðinni Vienna Awards í Vínarborg á miðvikudagskvöld. Lífið 17.10.2025 10:45
Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur fest kaup á einbýlishúsi við Tjaldanes á Arnarnesi. Húsið var áður í eigu knattspyrnumannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar og eiginkonu hans, lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur. Kaupsamningur var undirritaður þann 9. október. Lífið 17.10.2025 09:06
Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Kalklitir og Slippfélagið eru nú að endurnýja gamalt samstarf eftir tíu ár aðskilnað með nýjum leiðtogum og áherslum á báðum stöðum og mun Slippfélagið annast sölu og þjónustu fyrir kalkmálningu Kalklita á Íslandi. Lífið samstarf 17.10.2025 08:58
Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Þó ég hafi átt mjög mismunandi daga í Battlefield 6 er ég ánægður með leikinn og vongóður um að ég muni spila hann mikið. Starfsmenn EA hafa fangað vel það sem fékk mann til að elska þessa leiki í „gamla daga“. Svo hjálpar til að ég hef ekki einu sinni verið drepinn af Nicki Minaj eða einhverjum skoppandi Múmínálfi. Leikjavísir 17.10.2025 08:47
„Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ „Ég trúi því að allt reddist ef maður leggur sig fram, gerir sitt besta og treystir því að það skili árangri, sama hver niðurstaðan er,“ segir Regína Lea Ólafsdóttir ungfrú Akranes og nemi. Lífið 17.10.2025 08:09
Ace Frehley látinn af slysförum Paul Daniel Frehley, betur þekktur sem Ace Frehley, er látinn 74 ára að aldri. Frehley var einn stofnenda heimsþekktu rokkhljómsveitarinnar Kiss, söngvari hennar og aðalgítarleikari. Hann lést eftir slys í síðasta mánuði. Lífið 16.10.2025 23:04
Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tískusýning undirfatarisans Victoria's Secret fór fram í gærkvöld en þar mátti sjá kasólétta Jasmine Tooks stíga fyrsta á svið, fjölmargar glæsilegar kanónur rifja upp gamla takta og nýliða sem skinu skært. Tíska og hönnun 16.10.2025 17:25
Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir forsíðu bandaríska tímaritsins Wall Street Journal Magazine í tilefni þess að hún vefur verið útnefnd frumkvöðull ársins 2025 í förðunarheiminum (e. Beauty Innovator of the Year). Á myndunum klæðist hún skóm frá íslenska tískumerkinu Kalda. Lífið 16.10.2025 15:37
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16.10.2025 15:18
Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Garpur fór með Sigurði Karlssyni og Leifi Runólfssyni upp á Ketillaugarfjall í Nesjum í Hornafirði. Fjallið er fjölskylduvænt og litríkt en á leiðinni upp rákust þeir á hreindýrahjörð. Lífið 16.10.2025 14:32
„Draumar geta ræst“ „Það sem greinir mig frá öðrum keppendum er samspil jákvæðni, ástríðu fyrir dansi og forvitni gagnvart heiminum,“ segir Klaudia Lára Solecka ungfrú Keflavík og nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lífið 16.10.2025 14:01
„Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Lífið 16.10.2025 13:00
Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Það var einn maður sem varði sumrinu á Íslandi og var ekki svo heppinn að eiga afslappað sumar: Sundkappinn Ross Edgley sem setti heimsmet þegar hann kom í land í Nauthólsvík eftir að hafa synt 1600 kílómetra í kringum landið á 115 dögum. Lífið 16.10.2025 12:03
Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Kim Kardashian, raunveruleikastjarna og athafnakona, hefur greint frá korninu sem fyllti mælinn og leiddi til skilnaðar hennar við rapparann Kanye West. Lífið 16.10.2025 11:44
Tíu smart kósýgallar Nú er tími kósýgallans runninn upp. Haustið er að mati margra notalegasta árstíð ársins. Þegar dagarnir styttast og haustið læðist inn jafnast fátt á við að skella sér í mjúkan og smart kósýgalla. Lífið 16.10.2025 10:52
„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu. Lífið 16.10.2025 10:35