Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Lögreglan beitti rafbyssu tvisvar sinnum við handtöku á öðrum ársfjórðungi. Síðan rafbyssur voru teknar í notkun hefur því alls verið beitt sjö sinnum. Innlent 18.10.2025 09:56
Framsóknarmenn velja sér ritara Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Innlent 18.10.2025 09:55
Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18.10.2025 07:45
Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent 17.10.2025 23:31
Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Fréttamaður á Ríkisútvarpinu hefur látið af störfum vegna ásakana um áreitni í garð kvenkyns samstarfsmanna hans. Innlent 17.10.2025 16:32
Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Skiptar skoðanir eru á frumvarpi dómsmálaráðherra um afnám jafnlaunavottunar. Fyrirtæki og stofnanir setja meðal annars út á starfsmannafjölda og viðra áhyggjur sínar af fjölda verkefna sem koma til með að bíða starfsmönnum Jafnlaunastofnunar. Hörðustu gagnrýnendurnir segja að um sé að ræða afturför í jafnréttismálum. Innlent 17.10.2025 16:17
Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Innlent 17.10.2025 15:38
Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Persónuvernd telur forsætisráðuneytinu hafa verið heimilt að upplýsa Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þáverandi barnamálaráðherra, um nafn Ólafar Björnsdóttur, sem hafði óskað eftir fundi með forsætisráðherra. Ásthildur Lóa eignaðist barn 23 ára gömul með 16 ára fyrrverandi tengdasyni Ólafar. Hún taldi Ásthildi Lóu ekki stætt í embætti vegna þess. Innlent 17.10.2025 15:14
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Innlent 17.10.2025 15:07
Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Flugvél á vegum Heimsferða sem lenti á Keflavíkurflugvelli í stað Akureyrarflugvallar í byrjun viku breytti um stefnu vegna vélarbilunar en ekki veðurs á áfangastað. Framkvæmdastjóri Heimsferða segir að um misskilning hafi verið að ræða. Innlent 17.10.2025 15:00
Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Innlent 17.10.2025 14:42
Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Innlent 17.10.2025 13:56
„Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Fátæktargildra, sem Öryrkjabandalagið kom upp fyrir utan Alþingishúsið í morgun, var fjarlægð af lögreglu um einni og hálfri klukkustund síðar. Formaður bandalagsins segir samfélagið þurfa að taka afstöðu til þess hvort það samþykki að hluti þess búi við fátækt. Innlent 17.10.2025 13:04
Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ „Ár…. Í dag er ár síðan ég fékk að lifa. Atvik sem virkar svo þokukennt, óraunverulegt. Blákaldi veruleikinn er hins vegar sá að þetta gerðist. Barnsfaðir minn og fyrrum maki reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann.“ Innlent 17.10.2025 12:17
Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Innlent 17.10.2025 12:06
Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Hlutabréf í fjarskiptafyrirtækinu Sýn féllu um fimmtung í morgun eftir að fyrirtækið gaf út afkomuviðvörun í gærkvöldi. Ráðist verður í skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og var gripið til uppsagna í morgun. Innlent 17.10.2025 11:54
Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Samtök iðnaðarins efna til opins fundar um þróun og áhrif gervigreindar í heiminum og stöðu Íslands í gervigreindarkapphlaupinu, tækifærin sem þjóðin standi frammi fyrir og áskoranir. Innlent 17.10.2025 11:31
Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ ÖBÍ réttindasamtök komu stærðarinnar „fátækargildru“ fyrir í morgun fyrir framan Alþingi, til þess að vekja athygli á alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt. Gjörningurinn varði ekki lengi þar sem laganna verðir mættu á vettvang og fjarlægðu „fátæktargildruna“. Innlent 17.10.2025 11:01
Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Innlent 17.10.2025 10:58
Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. Innlent 17.10.2025 10:14
Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Tólf ára hreyfihamlaður drengur segist finna fyrir miklu frelsi eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli sem gerir honum kleift að slást í för með vinum sínum um holt og hæðir. Faðir drengsins segist langþreyttur á baráttu við Sjúkratryggingar Íslands. Innlent 17.10.2025 07:02
Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Umboðsmaður Alþingis hefur annan daginn í röð ávítað stjórnvöld fyrir seinagang í svörum og beint þeim tilmælum til ráðuneytis að það hagi upplýsingagjöf og samskiptum þannig að hann geti rækt lögbundið hlutverk sitt. Innlent 17.10.2025 06:36
Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. Innlent 16.10.2025 23:02
Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Innlent 16.10.2025 22:22
Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Innlent 16.10.2025 22:01