Innlent

Fréttamynd

Hefði betur mátt sleppa yfir­lýsingunni

Siðfræðingur segist ekki muna eftir máli þar sem minni vafi lék á um hvort ráðherra ætti að segja af sér eður ei, það hafi verið það eina í stöðunni. Barnamálaráðherra hafi verið búinn að missa allan trúverðugleika í embætti, best hefði verið að taka ekki við embættinu

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um gróf brot gegn eigin­konu og fimm börnum

Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna.

Innlent
Fréttamynd

„Sjáum einn ein­stak­ling gjör­sam­lega mulinn mélinu smærra“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hafa fengið að vita af máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, um tvöleytið í gær, nokkrum klukkutímum áður en hún tilkynnti um afsögn sína í gærkvöldi. Að mati Ingu er það Ásthildar að meta og ákveða það hvort hún haldi áfram á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til falls ríkis­stjórnarinnar

Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis.

Innlent
Fréttamynd

Kom barns­föður Ást­hildar Lóu í opna skjöldu

Karlmaður á sextugsaldri sem eignaðist barn með fráfarandi barna- og menntamálaráðherra þegar hann var á sautjánda ári og ráðherra 23 ára, segir erindi fyrrverandi tengdamóður til forsætisráðuneytisins hafa verið án hans vitneskju. Hann hafi sogast inn í málið líkt og ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra ræddi við mót­mælendur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra gaf sér tíma til að ræða við stuðningsfólki Palestínu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Hópurinn mótmælti líka þegar ríkisstjórnin fundaði á þriðjudaginn og kallar eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna sprengjuárása Ísraela með tilheyrandi mannfalli á Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í g´r.

Innlent
Fréttamynd

Búnaðar­þing og geltandi hundar

„Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað al­var­legt mál“

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Innlent
Fréttamynd

Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaft­fellinga

Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hafa kynnt áform um tugmilljarða vikurútflutningshöfn við Alviðruhamra á Mýrdalssandi. Oddviti Skaftárhrepps segist ekki skynja annað en jákvæð viðbrögð íbúa enda gætu milli hundrað og tvöhundruð ný störf fylgt vikurnáminu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki brugðist við til­mælum SKE í þrjú ár

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu er varðar fyrirkomulag Heinemann gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort að tilefni sé til að bregðast við. Mikil vonbrigði séu að Isavia hafi ekki brugðist við tilmælum stofnunarinnar í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Nafn hins látna í manndrápsmálinu

Hjörleifur Haukur Guðmundsson, búsettur í Þorlákshöfn, lést 11. mars síðastliðinn 65 ára að aldri. Andlát hans hefur síðan verið til rannsóknar lögreglunnar á Suðurlandi, líkt og fjallað hefur verið um.

Innlent