Viðskipti innlent

Fréttamynd

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Seldu sam­heita­lyf við hvít­blæði og HIV fyrir hundruð milljóna

Lyfjafyrirtækið Coripharma seldi í júlímánuði lyf sem þau þróuðu sjálf, og aðrar vörur, fyrir tæpan hálfan milljarð. Tvö lyf sem voru þróuð af Coripharma og fóru á markað á síðasta ári, reyndust langstærst samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Annars vegar Bosutinib, sem er lyf við hvítblæði, og hins vegar Raltegravir, sem er lyf við HIV veirunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin nýr fag­stjóri hjá Ís­lands­stofu

Birta Kristín Helgadóttir hefur tekið við starfi fagstjóra orku, grænna lausna og fjárfestinga hjá Íslandsstofu og mun hún leiða sameinað teymi fjárfestingaþjónustu og orku og grænna lausna með það markmiði að efla kynningu á íslenskum orku- og græntæknilausnum, tengja saman fjárfestingar og sjálfbærni og þannig styðja við verðmætasköpun og loftslagsmarkmið framtíðarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiddu eina krónu fyrir Mann­líf

Útgáfufélag Heimildarinnar greiddi eina krónu fyrir vefsíðuna Mannlíf með væntingum um að henni fylgdi tæplega tíu milljóna króna ríkisstyrkur. Ákveðið var að fækka útgáfudögum prentútgáfu Heimildarinnar nýlega vegna þess að Alþingi hefur enn ekki framlengt fjölmiðlastyrkina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið sam­starf opni á fleiri tengimöguleika til vestur­strandar Banda­ríkjanna

Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flytja Emm­ess­ís í Grafar­vog

Á dögunum var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Emmessís við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið verður 3.400 fermetrar að stærð og hýsir framleiðslu, dreifingu, vöruhús og skrifstofur. Samhliða mun fyrirtækið ráðast í umfangsmikla endurnýjun á framleiðslu -og frystibúnaði sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þrjár ráðnar til Krafts

Eva Sigrún Guðjónsdóttir, Guðný Sara Birgisdóttir og Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir hafa verið ráðnar til Krafts, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samið um norð­lenska for­gangs­orku

Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.

Viðskipti innlent