Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

At­vinnu­leysi eykst hægt með lækkandi sól

Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Al­manna­tenglar stofna fjöl­miðil

Eigandi og ráðgjafi eins helsta almannatengslafyrirtæki landsins hafa hleypt af stokkunum nýjum fjölmiðli sem birtir fréttir og tilkynningar. Ritstjóri miðilsins telur það ekki bjóða upp á hagsmunaárekstra að vinna við almannatengsl og skrifa fréttir á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum

Borið hefur á því að gestir Bláa lónsins séu rukkaðir hærra en eðlilegt verð af leigubílstjórum að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Lónið hefur því látið reisa upplýsingaskilti á bílastæðinu til að auka gagnsæi við gjaldtöku.

Neytendur
Fréttamynd

Fram­tíð tann­lækninga og gervi­greindar – kynntu þér Oraxs

Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum.

Samstarf
Fréttamynd

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stækka hótelveldið á Suður­landi

Félagið JAE ehf. hefur gengið frá kaupum á Hótel South Coast, sem er nýlegt hótel staðsett í miðbæ Selfoss. Hótelið er með 74 herbergjum, veitingaaðstöðu, heilsulind, líkamsræktaraðstöðu og fundarrýmum, sem gerir það að eftirsóttum ferðamannastað á Suðurlandi að því er segir í tilkynningu frá JAE ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óskar eftir starfslokum

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt”

Það fór fiðringur um blaðamann þegar hann frétti að hann fengi að reynsluaka glænýjan og glansandi BMW X3, nánar tiltekið BMW X3 30e M-Sport. Um er að ræða glæsilegan sportjeppa þar sem sameinast sportlegir aksturseiginleikar, háþróuð tækni og einstök hönnun. Er við öðru að búast frá þýska gæðamerkinu BMW?

Samstarf
Fréttamynd

Tann­lækna­stofa í Reykja­vík og Búda­pest fær viður­kenningu

Orion tannviðgerðir bjóða upp á framúrskarandi tannlæknaþjónustu á Íslandi og í Búdapest með áherslu á persónulega þjónustu, stuttan biðtíma og sanngjarnt verð. Fyrirtækið sérhæfir sig í tannplöntum og postulínkrónum og notar eingöngu hágæða efni. Þjónustan er sveigjanleg með möguleika á meðferð hér heima eða í Búdapest – allt eftir þörfum viðskiptavinarins.

Samstarf