Fréttamynd

Ís­lenskt mark, sjálfs­mark og rautt spjald

Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“

Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár.

Formúla 1


Fréttamynd

Mikil­mennin mis­stíga sig á PGA-meistaramótinu

Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær.

Golf
Fréttamynd

Stríðinn hrafn fluttur á Laugar­dals­völl

Þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta vill fullan völl þegar Ís­land tekur á móti Frakk­landi á nýju grasi á Laugar­dals­velli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftir­lits­menn fylgjast með störfum vallar­starfs­manna og stríða þeim

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég hafði góða til­finningu fyrir þessum leik“

Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins í kvöld þegar þeir lögðu Breiðablik af velli 1-2 á Kópavogsvelli. Daði Berg Jónsson skoraði sigurmark Vestra og lagði að auki upp fyrra markið.

Sport
Fréttamynd

Bikarævintýri Fram heldur á­fram

Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Al­dís Ásta Svíþjóðarmeistari

Aldís Ásta Heimisdóttir er Svíþjóðarmeistari í handbolta eftir að lið hennar Skara lagði Sävehof á útivelli með þremur mörkum í framlengdum leik, lokatölur 28-31. Skara vann þar með úrslitaeinvígið 3-1 og er óumdeilanlega besta lið Svíþjóðar í dag.

Handbolti