Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Benóný Breki bjargaði stigi í Eist­landi

Undankeppni U-21 árs landsliðs drengja í fótbolta fyrir EM 2027 fer vægast sagt illa af stað. Eftir tap gegn Færeyjum í 1. umferð náði liðið aðeins í stig gegn Eistlandi ytra. Um er að ræða tvær af þremur þjóðum sem talið var að Ísland myndi ná í fullt hús stiga gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur

Alamara Djabi, leikmaður Midtjylland og liðsfélagi íslenska landsliðsmarkmannsins Elíasar Rafns Ólafssonar, er sakaður um að ljúga til um aldur. Hann segist vera átján ára en er talinn vera sex árum eldri, umboðsmaður hans á að hafa breytt skráningunni.

Fótbolti


Fréttamynd

Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn

Carlos Alcaraz fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hann lagði Jannik Sinner í úrslitaleiknum og virðast þeir félagar hreinlega ætla að taka yfir íþróttina. Þeir fá þá lítinn frið hvor frá öðrum.

Sport
Fréttamynd

„Ís­land er eini ó­vinur okkar“

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands hefur verið harðlega gagnrýndur af stórliðinu þar í landi, Paris Saint-Germain, fyrir að velja tvo leikmenn liðsins í landsliðshópinn. Deschamps segir þó engar erjur milli landsliðsins og PSG, Frakkland eigi aðeins einn óvin og það er Ísland.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ætlum að keyra inn í þetta“

„Það er frábært fyrir mig að koma inn í þennan leik með sjálfstraust en ekki síður fyrir liðið í heild sinni,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Tottenham Hotspur er ekki til sölu“

Eftir að hafa vikið formanni félagsins úr starfi á föstudag vöknuðu spurningar um áform eigenda Tottenham Hotspur. Tveir áhugasamir aðilar settu sig í samband um möguleg kaup, en var hafnað með yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem félagið er sagt ekki til sölu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­horf­andi sló leik­mann og missti af ó­trú­legri endur­komu

Aðdáandi Buffalo Bills lenti í áflogum við DeAndre Hopkins og Lamar Jackson, leikmenn Baltimore Ravens, og var vísað úr stúkunni undir lok fjórða leikhluta í gærkvöldi. Þar með missti hann af hreint ótrúlegri endurkomu Buffalo Bills í fjórða leikhluta, eða varð mögulega valdur að henni.

Sport
Fréttamynd

„Maður er í þessu fyrir svona leiki“

„Við förum bara fullir sjálfstraust í þennan leik eftir frábær úrslit á föstudaginn,“ sagði Daníel Leó Grétarsson, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur. 

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar á fleygi­ferð eftir EM pásuna

Lið Víkings hefur verið á fljúgandi siglingu eftir EM pásuna í Bestu-deild kvenna en liðið hefur náð í tólf stig á þessum kafla. Víkingar skiptu um mennina í brúnni fyrr í sumar og það virðist vera að skila liðinu árangri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Held að þetta séu auð­veldustu leikirnir sem þú spilar“

„Það er bara frábært að vera kominn hingað yfir. Við sóttum góð úrslit á föstudagskvöldið og það var gott að byrja sterkt. Við vitum að verið að fara í allt annan leik núna á þriðjudaginn,“ segir Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður, fyrir utan Pullman La Défense hótelið í París þar sem íslenska landsliðið hefur aðsetur á meðan dvölinni í borginni stendur.

Sport