Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    New­cast­le heldur á­fram að klífa töfluna

    Newcastle United er komið í baráttuna um að enda meðal efstu fjögurra liða ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á Leicester City. Refirnir frá Leicester geta hins vegar ekki neitt og eru svo gott sem fallnir.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ekkert mark í grannaslagnum

    Nágrannaliðin Manchester City og Manchester United gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Etihad-leikvanginum í dag. Baráttan um Evrópusæti harðnar enn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Ég er 100% pirraður“

    Arsenal og Everton gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og minnkuðu þar með enn frekar vonir Arsenal um að ná toppsæti deildarinnar af Liverpool. Jöfnunarmark Everton kom úr afar umdeildri vítaspyrnu. 

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Bruno bestur í mars

    Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fimmta sinn sem hann fær þessi verðlaun og í fyrsta skipti síðan 2020.

    Enski boltinn