Golf

Thomas efstur í Malasíu eftir frábæran hring - McIlroy í toppbaráttunni í Tyrklandi

McIlroy einbeittur á fyrsta hring í gær.
McIlroy einbeittur á fyrsta hring í gær. Getty
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas lék frábært golf á öðrum hring á CIMB Classic sem fram fer í Malasíu en hann kom inn á 61 höggi eða tíu undir pari.

Hann leiðir mótið á samtals 15 höggum undir pari en Kuala Lumpur völlurinn hefur reynst mörgum af bestu kylfingum PGA-mótaraðarinnar auðveldur hingað til og skor keppenda verið almennt mjög gott.

Brendan Steele er í öðru sæti á 14 höggum undir pari en þrír deila þriðja sætinu á 13 undir, meðal annars Japaninn ungi Hideki Matsuyama.

Þá er einnig stórt mót á Evrópumótaröðinni á dagskrá í Tyrklandi en Suður-Afríkumaðurinn Jaco Van Zil leiðir þar á 14 undir.

Mörg stór nöfn eru í toppbaráttunni þar, meðal annars Rory McIlroy sem er á 10 höggum undir pari en hann virðist vera að nálgast sitt besta form eftir meisli sem hann varð fyrir fyrr á árinu.

Ryder-liðsmennirnir Lee Westwood, Victor Dubuisson og Graeme McDowell eru einnig ofarlega á skortöflunni en sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×