Sport

Bandaríska sveitin datt út

Óvænt úrslit urðu í 4x100 metra boðhlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í gær. Fyrirfram var bandaríska sveitin talin örugg með gullverðlaunin en Marion Jones mistókst að koma boðkeflinu áfram til Lauryn Williams sem varð til þess að sveitin lauk ekki keppni. Sveit Jamaíka kom fyrst í mark á undan Rússum og Frökkum. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1980 sem Bandaríkjamenn komast ekki á verðlaunapall í þessari grein. Þá voru leikarnir haldnir í Moskvu sem þá var höfuðborg Sovétríkjanna, og Bandaríkjamenn og reyndar fjöldi annarra þjóða sátu heima til að mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×