Sport

Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli

Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í endurkomu sinni úr meiðslum í 30-33 tapi Magdeburg gegn Füchse Berlin. Ómar Ingi Magnússon er einnig að stíga sín fyrstu skref aftur inn á völlinn eftir erfið meiðsli og tók þátt í leik kvöldsins, en komst ekki á blað.

Handbolti

Fá ekki að taka þátt á HM fé­lags­liða

Club Leon hefur verið meinuð þátttaka á heimsmeistaramóti félagsliða í sumar sökum þess að félagið er í eigu sömu aðila og annað lið í keppninni, Pachuca. FIFA úrskurðaði í málinu í dag en eigendur félaganna munu áfrýja til æðri dómstóla.

Fótbolti

Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna

Matheus Cunha mun þurfa að taka út einn auka leik í banni, vegna hegðunar sinnar í garð Milos Kerkez leikmanns Bournemouth. Cunha mun því taka út fjögurra leikja bann í stað þriggja leikja bannsins sem hann fékk sjálfkrafa fyrir beint rautt spjald. 

Enski boltinn

Bronny stiga­hæstur hjá Lakers

Körfuboltamaðurinn Bronny James átti sinn besta leik fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Milwaukee Bucks, 89-118, í NBA-deildinni í nótt.

Körfubolti

LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“

Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Íslenski boltinn

Sjáðu níu pílna leik Littlers

Heimsmeistarinn Luke Littler náði svokölluðum níu pílna leik í úrslitaleiknum á sjöunda keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar í pílukasti í Cardiff í gær.

Sport

Upp­selt á úr­slita­leik KR og Vals

Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir.

Körfubolti

Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu

Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði.

Formúla 1

Sá Ronaldo í nær­buxum og vildi verða eins

Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi lengi verið sitt átrúnaðargoð. Þess vegna nýtti hann tækifærið í gærkvöld til að fagna eins og Ronaldo, beint fyrir framan goðið sitt, í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í Þjóðadeildinni.

Fótbolti

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum

Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Íslenski boltinn

„Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlut­verkið

Hákon Arnar Haraldsson var settur í nýtt hlutverk í leiknum gegn Kósovó. Hann spilaði á miðjunni, sótti boltann og stýrði uppspilinu, frekar en að vera framar á vellinum. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports voru sammála um að hann væri góður í því hlutverki en best væri að hafa annan eins, eða svipaðan leikmann, með honum. Gylfi Þór Sigurðsson var snöggt nefndur í því samhengi.

Fótbolti