Sport

Sigur í fyrsta leiknum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar

Alfreð Gíslason byrjaði vel með íslenska landsliðið í handbolta.
Alfreð Gíslason byrjaði vel með íslenska landsliðið í handbolta. ©Haraldur Jónasson / Hari

Íslenska landsliðið í handbolta vann eins marks sigur á Dönum, 34-33, fyrir troðfullu KA-húsi á Akureyri í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Danir voru aðeins yfir einu sinni í leiknum (1-2) en íslenska liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 18-16. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk.

Ísland-Danmörk 34-33 (18-16)

Gangur leiksins: 1-0, 1-2, 5-2 (7 mín), 5-4, 6-5, 8-5, 10-6 (14 mín), 10-7, 11-8, 13-8 (17 mín), 13-10, 16-13, 16-15, 17-16, 18-16 - hálfleikur - 18-17, 19-17, 19-18, 21-18, 21-19 (36 mín), 23-19, 23-22, 25-22, 25-24, 26-24, 26-26 (48 mín), 29-26, 31-28, 32-29, 32-31 (57 mín), 33-31, 33-32, 34-32, 34-33.

Mörk Íslands:

Snorri Steinn Guðjónsson 6/3 (8/3 skot)

Ólafur Stefánsson 5 (6)

Arnór Atlason 5 (8)

Guðjón Valur Sigurðsson 5 (7)

Sigfús Sigurðsson 4 (4)

Alexander Petersson 3 (4)

Róbert Gunnarsson 3 (4)

Ragnar Óskarsson 2 (5)

Markús Michaelsson 1 (1)

Stoðsendingar Íslands:

Ólafur Stefánsson 7 (4 inn á línu)

Snorri Steinn Guðjónsson 4 (1)

Arnór Atlason 3 (2)

Ragnar Óskarsson 3

Guðjón Valur Sigurðsson 1

Alexander Petersson 1

Fiskuð víti:

Guðjón Valur Sigurðsson 2

Sigfús Sigurðsson 1

Varin skot:

Birkir Ívar Guðmundsson 9/1 (45 mín, 28%)

Hreiðar Guðmundsson 3 (15 mín, 23%)

Vítanýting:

Ísland 3/3 (100%)

Danmörk 3/2 (67%)

Mörk úr hraðaupphlaupum:

Ísland 9

Danmörk 11

Tapaðir boltar:

Ísland 16

Danmörk 7

Skipting marka Íslands í leiknum:

9 langskot (Ólafur 3, Snorri Steinn 3, Arnór 2, Markús) - Danmörk 12

9 hraðaupphlaup (Guðjón Valur 4, Sigfús 2, Alexander 2, Ólafur)  - Danmörk 11

6 gegnumbrot (Arnór 3, Ragnar 2, Ólafur)  - Danmörk 1

5 línumörk (Róbert 3, Sigfús 2)  - Danmörk 5

3 vítamörk (Snorri Steinn 3)  - Danmörk 2

2 hornamörk (Guðjón Valur, Alexander)  - Danmörk 2






Fleiri fréttir

Sjá meira


×