Sport

Nýtt og betra gras.is

Fótboltavefurinn Gras.is hefur opnað nýjan vef eftir gagngerar endurbætur. Vefurinn hefur verið endurbættur frá grunni og nýjungum bætt við. Sem dæmi eru boltavaktin og draumadeildin komin á gras.is í samstarfi við Vísi.

Boðið verður upp á rafrænt fréttabréf sem einstaklingar geta fengið sent án kostnaðar með tölvupósti. Einnig er tenglasvæði þar sem notendur vefsins geta sett inn sínar eigin fréttir.

Markmið gras.is er að verða vinsælasti fótboltavefur landsins sem miðstöð fótboltaáhugamanna þar sem menn geta miðlað fréttum sín á milli og lesið skrif íþróttafréttamanna um fótbolta.

Gras.is er í eigu D3 sem reka marga af stærstu vefjum landsins t.d. Vísir.is, Blog.Central.is og Tónlist.is.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem D3 sendi frá sér vegna opnunarinnar.

Hægt er að berja nýja vefinn augum hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×