Sport

Afrekskvennasjóður með fyrstu úthlutunina í dag

Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona
Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona

Í dag var í fyrsta sinn úthlutað styrkjum úr nýstofnuðum afrekskvennasjóði Glitnis og ÍSÍ en sjóðurinn hefur það markmið að styðja við bak afrekskvenna í íþróttum. Stofnframlagið var 20 milljónir króna og voru knattspyrnukonur, skylmingakonur og sundkonur handhafar fyrstu framlaga sjóðsins í dag.

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu fékk eina milljón króna í styrk, líkt og skylmingakonurnar Guðrún Jóhannsdóttir og Þorbjörg Ágústsdóttir og þá fékk sundkonan knáa Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR hálfa milljón í styrk fyrir undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana.

Alls bárust 70 umsóknir um styrk sjóðsins að þessu sinni og nam heildarupphæð umsókna 128 milljónum króna. Næst verður úthlutað úr sjóðnum í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×