Körfubolti

Sigmundur dæmir hjá sænsku meisturunum annað kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigmundur Már Herbertsson.
Sigmundur Már Herbertsson. Mynd/E.Stefán
Körfuknattleiksdómarinn Sigmundur Már Herbertsson hefur í nóg að snúast þessa daganna. Hann dæmdi úrslitaleik Lengjubikars karla á milli Snæfells og KR í gær og flaug síðan til Svíþjóðar í dag þar sem hann mun dæma leik í Evrópukeppni karla annað kvöld.

Leikurinn er fyrri leikur sænsku meistarana Norrköping Dolphins frá Svíþjóð og Okapi Aalstar frá Belgíu í undankeppni Evrópudeildarinnar eða Eurocup en seinni leikurinn fer fram í Belgíu í næstu viku. Það lið sem hefur betur í einvíginu fer áfram í riðlakeppnina sem hefst í október.

Sigmundur mun dæma leikinn með dómurum frá Þýskalandi og Rússlandi en eftirlitsmaðurinn kemur frá Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×