Körfubolti

Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adrian Wojnarowski verður ekki lengur fyrstur með fréttirnar.
Adrian Wojnarowski verður ekki lengur fyrstur með fréttirnar. Allen Berezovsky/Getty Images

Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum.

Woj hefur lengi vel verið líkt við véfrétt þegar kemur að NBA-deildinni í körfubolta. Þar sérstaklega hefur hann verið fyrstur með fréttirnar. Það krefst mikils tíma og mikillar vinnu að vera með puttann jafn þétt á púlsinum og Woj hefur verið undanfarin ár.

Er það að hans sögn ástæðan fyrir því hann hefur ákveðið að breyta til og tekið við stöðu framkvæmdastjóra körfuboltaliðs St. Bonaventure-háskólans sem staðsettur er í Massachusetts-fylki.

„Ég hætti í draumastarfinu hjá ESPN og er að eilífu þakklátur fyrir tíma minn og reynslu þar,“ sagði Woj einnig á þessum tímamótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×