Körfubolti

U-20 landsliðshópurinn fyrir Evrópumótið valinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Haukur Pálsson í leik með háskólaliði sínu
Haukur Pálsson í leik með háskólaliði sínu Mynd/AP
Benedikt Guðmundsson þjálfari U-20 ára landsliðs karla hefur valið þá tólf leikmenn sem spila fyrir Íslands hönd í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Sarajevo 14.-24. júlí.

Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Ægir Steinarsson, Newberry

Daði Grétarsson, Ármann

Emil Barja, Haukar

Martin Hermannsson, KR

Tómas Tómasson, Newberry

Arnþór Guðmundsson, Fjölnir

Haukur Óskarsson, Haukar

Oddur Ólafsson, Birmingham Southern

Haukur Pálsson, Maryland

Trausti Eiríksson, Skallagrímur

Sigurður Þórarinsson, Skallagrímur

Ragnar Nathanaelsson, Hamar

23 þjóðir taka þátt í mótinu og spila í fjórum riðlum. Ísland leikur í D-riðli sem er fámennasti riðillinn. Strákarnir mæta Ísrael, Hvíta-Rússlandi, Belgíu og heimamönnum í Bosníu og Hersegóvínu.

Fjórir í leikmannahópnum munu einnig æfa með íslenska A-landsliðinu í júlí sem undirbýr sig fyrir Norðurlandamótið. Það eru þeir Haukur Pálsson, Ragnar Nathanaelsson, Tómas Tómasson og Ægir Steinarsson.

Hópurinn heldur utan 12. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×