Körfubolti

Njarðvík, Hamar og KR á sigurbraut í Lengjubikar kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 21 stig í kvöld.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 21 stig í kvöld. Mynd/Arnþór
Lengjubikar kvenna hófst í kvöld með þremur leikjum en hann er nú spilaður í tveimur riðlum. Njarðvík, Hamar og KR unnu öll leiki sína í kvöld.

Lele Hardy var mneð 22 stig og 13 fráköst og Shanae Baker skoraði 21 stig þegar Njarðvík vann 65-65 sigur á nýliðum Vals. Baker tryggði Njarðvík sigurinn á vítalínunni rétt fyrir leikslok. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 21 stig fyrir Val og Hallveig Jónsdóttir var með 11 stig.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 21 stig í endurkomu sinni í KR-liðið en KR vann auðveldan 80-38 sigur á Fjölni. Margrét Kara Sturludóttir var með 18 stig og 10 fráköst og Reyana Colson bætti við 17 stigum og 11 fráköstum. Britney Jones skoraði 15 stig fyrir Fjölni og Birna Eiríksdóttir var með 11 stig.

Hamar vann síðan 103-67 sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar í Hveragerði en þetta var fyrsti leikur Hvergerðinga undir stjórn Lárus Jónssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×