Körfubolti

KR fer á Krókinn | Undanúrslit bikarsins klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR.
Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR.
Dregið var í undanúrslit Powerade-bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. KR-ingar fengu það erfiða verkefni að spila gegn Tindastóli á útivelli.

Tindastóll hefur verið á miklu flugi að undanförnu eftir að Bárður Eyþórsson tók við liðinu. KR-ingar sýndu þó í fjórðungsúrslitum bikarsins að þeir eru til alls líklegir en þá slógu þeir Grindavík, efsta lið Iceland Express-deildarinnar, úr leik.

Keflavík fékk heimaleik gegn 1. deildarliði KFÍ í hinum undanúrslitaleiknum en leikirnir fara fram 4.-6. febrúar.

Í kvennaflokki fékk Njarðvík, sem sló Keflavík úr leik í fjórðungsúrslitum, heimaleik gegn Haukum en þessi lið eru í 2. og 3. sæti deildarinnar. Keflavík er á toppnum.

Snæfell, sem er í fimmta sæti, fékk heimaleik gegn 1. deildarliði Stjörnunnar.

Undanúrslit kvenna:

Njarðvík - Haukar

Snæfell - Stjarnan

Undanúrslit karla:

Tindastóll - KR

Keflavík - KFÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×