Körfubolti

Tindastóll semur við tvo bandaríska leikmenn

Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls mun tefla fram tveimur bandarískum leikmönnum á næsta tímabili.
Bárður Eyþórsson þjálfari Tindastóls mun tefla fram tveimur bandarískum leikmönnum á næsta tímabili. Anton
Úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfuknattleik karla hefur samið við tvo bandaríska leikmenn sem munu leika með liðinu í Dominos-deildinni á næstu leiktíð.

George Valentine er miðherji og lék hann með Winthorp í bandaríska háskólakörfuboltanum á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 8,4 stig og tók 7,9 fráköst. Hinn leikmaðurinn sem Tindastóll samdi við heitir Isacc Miles og er hann skotbakvörður eða leikstjórnandi. Hann kemur frá Murray State háskólanum.

Tindastóll endaði í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en féll úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar sem liðið mætti KR. Bárður Eyþórsson er þjálfari liðsins en hann tók við liðinu snemma á síðasta tímabili eftir að Tindastóll hafði tapað fimm fyrstu leikjum sínum í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×