Enski boltinn

Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK.
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FCK. Nordicphotos/Getty
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma. Það tók heimamenn innan við mínútu að skora í framlenginunni þegar Mike Jensen fann leiðina í markið. Gestunum tókst ekki að jafna metin og Bröndby komið í undanúrslit keppninnar.

Ragnar Sigurðsson sat á bekknum og Sölvi Geir Ottesen var ekki í leikmannahópi FCK. Tækifæri Sölva hafa verið af skornum skammti undanfarnar vikur og bendir flest til þess að landsliðsmaðurinn sé á förum frá félaginu.

Þá unnu Arnór Smárason og félagar í Esbjerg sætan 2-1 útisigur á Lyngby. Heimamenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik þegar hann fékk tvö gul spjöld með skömmu millibili. Esbjerg því komið í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×