Enski boltinn

Frá í þrjá mánuði vegna slagsmála á næturklúbbi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Denis Buntic
Denis Buntic Nordic Photos / Getty Images
Króatinn Denis Buntic, liðsfélagi Þóris Ólafssonar hjá Kielce í Póllandi, er handleggsbrotinn og verður frá næstu þrjá mánuðina.

Fjölmiðlar í Króatíu og Póllandi segja að Buntic hafi handleggsbrotnað eftir að hafa slegist á næturklúbbi í Póllandi.

Félagið mun hafa viljað rifta samningnum við Buntic en hann segist aðeins hafa verið að koma vini sínum til varnar. Forseti félagsins segir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um framhaldið.

„Við viljum fá það á hreint hvað gerðist sem allra fyrst. Þá munum við taka ákvörðun," sagði forsetinn. „Ef hann ber sök á þessu sjálfur munum við grípa til viðeigandi ráðstafana."

Þá var einnig greint frá því að annar Króati hjá Kielce, hornamaðurinn Ivan Cupic, verði frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla á öxl.

Þórir ætti því að fá enn stærra hlutverk en áður hjá Kielce í fjarveru Cupic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×