Fótbolti

Ronaldo: Real er með betra lið en Man. Utd

Ronaldo ásamt Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.
Ronaldo ásamt Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd.
Það er farið að styttast í risaslag Man. Utd og Real Madrid í Meistaradeildinni. Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, verður mikið í sviðsljósinu í kringum leikina enda fyrrum leikmaður United.

Ronaldo er bjartsýnn fyrir rimmuna og segir að Real sem með betra lið en Man. Utd.

"Ég hef trú á því að þetta fari vel. Mitt álit er að við séum með betra lið en við verðum að sanna það á vellinum því United er sterkt lið líkt og undanfarin ár," sagði Portúgalinn sem fór frá Old Trafford árið 2009 og varð um leið dýrasti knattspyrnumaður heims.

"United stendur sig alltaf vel, liðið er í toppbaráttu á hverju einasta ári og leikmenn Real bera mikla virðingu fyrir United. Leikurinn í Manchester verður sérstaklega erfiður."

Leikmaðurinn viðurkennir að það verði blendnar tilfinningar að spila gegn sínu gamla félagi.

"Ég sagði fyrir dráttinn að við myndum mæta Man. Utd. Ég vildi alltaf mæta liðinu á einhverjum tíma enda á ég frábærar minningar frá tíma mínum þar. Það verða miklar tilfinningar hjá mér í þessum leik. Ég á marga vini þarna, fólk sem ég hlakka til að hitta. Þetta verður tilfinningaríkur leikur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×