Formúla 1

Sauber-liðið harlem-sjeikaði

Birgir Þór Harðarson skrifar
Það er ekki mikið að gera fyrir vélvirkja í Formúlu 1 þessa dagana enda tvær vikur í fyrsta kappakstursmótið og allar æfingarnar á undirbúningstímabilinu búnar.

Sauber-liðið í Formúlu 1 tók sig því til og harlem-sjeikaði eins og vinsælt er um þessar mundir í netheimum. Sviðsmyndin er viðgerðarhlé þar sem allt fer úr böndunum. Esteban Gutierrez, nýliðinn hjá Sauber, tók þátt í fjörinu og sést kýla út í loftið á meðan hann kemur bílnum fyrir í pitt-boxinu.

Sauber-liðið vonast til að geta keppt við bestu liðin á komandi tímabili og binda miklar væntingar við Nico Hulkenberg sem var frábær á síðasta tímabili fyrir Force India.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×