Körfubolti

Vænir íslenskir bitar til Keflavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valur Orri og Gunnar ásamt formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Valur Orri og Gunnar ásamt formanni körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Mynd/Heimasíða Keflavíkur
Keflvíkingar hafa samið við bakverðina Guðmund Jónsson og Gunnar Ólafsson um að leika með liðinu á næstu leiktíð í Domino's-deild karla í körfubolta.

Guðmundur Jónsson hefur verið lykilmaður í liði Þórs í Þorlákshöfn undanfarin tvö ár. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, segir í viðtali við Íþróttadeild Vísis í dag að hart sé barist um íslensku leikmennina á markaðnum.

Ástæðan er sú að á næstu leiktíð tekur í gildi 4+1 reglan svonefnda þar sem aðeins einn útlendingur má vera inni á vellinum hverju sinni. Ljóst er að Benedikt á erfitt verk fyrir höndum að fylla skarð Guðmundar.

Gunnar er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvogi og skoraði 5 stig og tók 2 fráköst að meðaltali í leik með fallliðinu í vetur. Hann er náfrændi Fals Harðarsonar, körfuboltakempu úr Keflavík, og hefur alltaf dreymt um að leika með liðinu að því er segir á heimasíðu Keflavíkur.

Þá framlengdi Valur Orri Valsson við Keflavík til tveggja ára en Snorri Hrafnkelsson ætlar að finna sér nýtt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×