Körfubolti

Örvar tekur við ÍR-ingum

Elvar Guðmundsson, formaður KKD ÍR, og Örvar Þór Kristjánsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR
Elvar Guðmundsson, formaður KKD ÍR, og Örvar Þór Kristjánsson, nýráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR Mynd/ÍR
Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR í körfubolta til næstu þriggja ára.

Á síðasta tímabili var Örvar aðstoðarþjálfari meistaraflokks Njarðvíkur, í sínum heimabæ, auk þess sem hann hefur þjálfað yngri flokka Njarðvíkur í fjölda ára við góðan orðstír. Á árunum 2010 til 2012 stýrði Örvar Þór liði Fjölnis í úrvalsdeildinni.

Örvar lék allan sinn feril í meistaraflokki með Njarðvík, frá 1995 til 2006, að undanskildu tímabilinu 2001-2002 þegar hann lék með Stjörnunni.

Stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR er afar ánægð með að fá Örvar til starfa. Væntingar til næsta tímabils eru miklar í Breiðholtinu og ætlar sigursælasti körfuknattleiksklúbbur Íslands sér stóra hluti eins og segir í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×