Körfubolti

Landsliðsmaður hóf ferilinn í torffjósi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Axel í leik í Danmörku.
Axel í leik í Danmörku.

Axel Kárason, landsliðsmaður í körfubolta, er í skemmtilegu viðtali á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands í Hvanneyri.

Axel er í dýralækninganámi í Danmörku þar sem að hann spilar einnig með úrvalsdeildarfélaginu Værlöse. Hann lauk námi frá Hvanneyri árið 2008 með BS í búvísindum.

Hann er fæddur og uppalinn í Skagafirði og hann flutti til Sauðarkróks þegar hann fór í framhaldsskóla. Síðan þá hefur hann til að mynda spilað með Tindastóli og Skallagrími.

„Rauði þráðurinn í mínu lífi hefur ávallt verið körfuboltaiðkunin, sem hófst í gamla torffjósinu á Sólheimum og ekki sér fyrir endann á enn þann dag í dag,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu.

Hann segir einnig að hann stefni á að snúa aftur til Íslands að loknu náminu í Danmörku. „Ég mun halda heim og finna mér góðan bústað í póstnúmeri 560,“ segir hann en það er póstnúmerið í Varmahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×