Fótbolti

Gautaborg tapaði í Stokkhólmi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
IFK Gautaborg tapaði dýrmætum stigum í baráttunni um sænska meistaratitilinn í dag þegar liðið tapaði 2-1 jafntefli við Djurgården í Stokkhólmi. Hjálmar Jónsson lék allan leikinn fyrir Gautaborg.

Jakob Johannsson kom Gautaborg yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 1-0.

Martin Broberg jafnaði metin á fimmtu mínútu seinni hálfleiks en Amadou Jawo tryggði Djurgården sigurinn á sjöttu mínútu uppbótartíma.

Hjörtur Logi Valgarðsson var ónotaður varamaður hjá Gautaborg sem er fjórum stigum á eftir toppliði Malmö sem á leik til góða seinna í dag. Gautaborg á aðeins þrjá leiki eftir á tímabilinu og staða Malmö á toppnum orðin mjög góð.

Djurgården er í 9. sæti með 37 stig, 13 stigum á eftir Gautaborg.

Skúli Jón Friðgeirsson var ekki í leikmannahópi Elfsborg sem vann 3-1 sigur á botnliði Syrianska í sænsku deildinni.

Í sænsku kvennadeildinni lék Katrín Jónsdóttir allan leikinn fyrir UMEÅ sem skellti Gautaborg 3-0. UMEÅ er í 6. sæti með 28 stig og Gautaborg í 4. sæti með 30 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×