„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 22:02 Á einhvern ótrúlegan hátt tókst David Raya að verja skalla Mateo Retegui sem er þegar byrjaður að fagna. Matteo Ciambelli/Getty Images Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. „Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
„Þetta er ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var magnaður,“ sagði Arteta um samlanda sinn Raya en þökk sé markverðinum er Arsenal komið með stig eftir 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. „Eins og okkur grunaði þá var þetta erfiður leikur og ekki sá besti áhorfs. Við byrjuðum virkilega, virkilega vel og stýrðum leiknum. Eftir það gáfum við boltann frá okkur og náðum engum takti. Það er þó margt jákvætt en að sama skapi margt sem má betur fara,“ sagði Arteta að endingu. Markvörðurinn Raya var heldur auðmjúkur er hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. „Þetta var vítaspyrna og ég var heppinn að giska á rétta átt. Ég var óheppinn að boltinn féll beint fyrir hann en ég var nægilega fljótur til að ná að verja á ný. Það er frábært að halda hreinu og að geta hjálpað liðinu að ná allavega stigi.“ Vítaspyrnan var slök en það þarf þó að fara í rétt horn og verja boltann. Raya gerði gott betur en það.EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Eftir að vítaspyrnan var dæmt tók það langan tíma að fá hana staðfesta í varsjánni. Raya nýtti tímann vel og ræddi við Iñaki Caña, markmannsþjálfara Arsenal. „Það tók langan tíma að ákveða hvort þetta væri vítaspyrna eður ei svo ég vildi ræða við markmannsþjálfarann til að gera mér betur grein fyrir í hvora áttina ég ætti að skutla mér, hvað ég ætti að gera og hvað ég ætti ekki að gera.“ David Raya had a just 3% chance of saving a goal, based on the xGOT of these two shots.World class goalkeeping. pic.twitter.com/0D21u0F9Va— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) September 19, 2024 „Hrós á hann því hann hjálpar mér gríðarlega mikið í öllum þáttum leiksins. Hann leggur á sig gríðarlega mikla vinnu og á einnig skilið hrós fyrir vörsluna,“ sagði Raya að endingu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira