Körfubolti

Pálína hefur aldrei tapað

bara einn tapleikur Pálína hefur spilað þrettán leiki í lokaúrslitum á ferlinum og unnið tólf.fréttablaðið/daníel
bara einn tapleikur Pálína hefur spilað þrettán leiki í lokaúrslitum á ferlinum og unnið tólf.fréttablaðið/daníel
Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið.

Úrslitarimma Keflavíkur og KR hefst suður með sjó í dag en Pálína er nú að fara í sín fimmtu lokaúrslit á ferlinum. Hún varð Íslandsmeistari í öll hin fjögur skiptin, eins og sjá má hér fyrir neðan. Það sem meira er, hún hefur aðeins tapað einum leik í lokaúrslitum á ferlinum.

Eini munurinn nú er að Pálína er að fara í lokaúrslit í fyrsta sinn sem fyrirliði síns liðs.

Lokaúrslit Pálínu

Haukar (2006) 3-0 gegn Keflavík

11,6 stig/2,3 stoðs./28,7 mínútur

Haukar (2007) 3-1 gegn Keflavík

7,0 stig/6,3 stoðs./29,0 mínútur

Keflavík (2008) 3-0 gegn KR

12,3 stig/1,7 stoðs./28,7 mínútur

Keflavík (2011) 3-0 gegn Njarðvík

10,0 stig/2,3 stoðs./37,3 mínútur

Samtals: 13 leikir – 12 sigrar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×