Fótbolti

Rússarnir borguðu tæpan hálfan milljarð fyrir Ragnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússneska félagið Krasnodar og FC Kaupmannahöfn í Danmörku tilkynntu í morgun að félagaskipti Ragnars Sigurðssonar væru gengin í gegn.

FCK samþykkti tilboð Krasnodar í síðustu viku en það er upp á 22 milljónir danskra króna eða um 465 milljónir króna.

„Við hefðum gjarnan viljað halda Ragnari en tækifærið er gott fyrir hann og tilboðið það gott að félagið gat ekki neitað því,“ sagði Carsten Jensen, yfirmaður íþróttamála hjá FCK.

Ragnar hélt fyrr í vikunni til Abú Dabí þar sem Krasnodar er í æfingabúðum og æfði hann með liðinu í dag. Hann gerði tveggja og hálfs árs samning við félagið.

„Þetta var frábær tími hjá FCK og Parken er besti heimavöllur sem ég hef spilað á. Vonandi fæ ég tækifæri til að koma aftur til félagsins síðar á ferlinum,“ sagði Ragnar í viðtali sem birtist á heimasíðu FCK.






Tengdar fréttir

Ragnar: Ég einbeiti mér bara að fótboltanum

Ragnar Sigurðsson segist lítið spá í áhuga félags frá Rússlandi á sér. Úrvalsdeildarliðið Krasnodar er sagt reiðubúið að borga 800 milljónir króna fyrir íslenska landsliðsmanninn.

FCK fékk tilboð frá Rússlandi í Ragnar

FC Kaupmannahöfn staðfesti í dag að félagið hefði fengið tilboð frá rússnesku knattspyrnufélagi í landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson.

Risavaxið tilboð í Ragnar

Ragnar Sigurðsson gæti orðið einn dýrasti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi ef marka má fréttir danska dagblaðsins BT.

Moldríkur Rússi hefur áhuga á Ragnari

Samkvæmt Ekstra Bladet í Danmörku hefur rússneska félagið Krasnodar gert FC Kaupmannahöfn tilboð í landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson.

Ragnar: Frétti þetta fyrst á Facebook

Ragnar Sigurðsson hafði ekki heyrt af meintum áhuga rússnesks félags á sér en danskir fjölmiðlar greindu frá honum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×