Fótbolti

United mætir Bayern á Old Trafford 1. apríl - ekkert plat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie skoraði þrennu í seinni leiknum við Olympiacos.
Robin van Persie skoraði þrennu í seinni leiknum við Olympiacos. Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur gefið út leikdaga fyrir leikina í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en dregið var í Nyon fyrir hádegi.

Fyrsti leikdagurinn er þriðjudagurinn 1. apríl og þá mætast annarsvegar Manchester United og Bayern München á Old Trafford og hinsvegar lið Barcelona og Atletico Madrid á Nývangi.

Daginn eftir, miðvikudaginn 2. apríl, tekur Real Madrid á móti Borussia Dortmund á Santiago Bernabéu í öðrum leiknum en í hinum tekur Paris Saint Germain á móti Chelsea í París.



Leikirnir í átta liða úrslitunum:

- Fyrri leikir -

Þriðjudagur 1. apríl

Barcelona - Atlético Madrid

Manchester United - Bayern München

        

Miðvikudagur 2. apríl

Real Madrid - Borussia Dortmund

Paris Saint-Germain - Chelsea

- Seinni leikir -

        

Þriðjudagur 8. apríl

Borussia Dortmund - Real Madrid

Chelsea - Paris Saint-Germain

        

Miðvikudagur 9. apríl

Atlético Madrid - Barcelona

Bayern München - Manchester United




Tengdar fréttir

Lahm: Við mætum til Manchester til að skora mörk

Philipp Lahm, fyrirliði Bayern München, hefur tjáð sig á heimasíðu UEFA, um leikina á móti enska liðinu Manchester United í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar en liðin drógust saman í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×