Handbolti

Búið að reka Heuberger | Tekur Dagur við?

Heuberger hefur lokið keppni.
Heuberger hefur lokið keppni.
Eins og við mátti búast er þýska handknattleikssambandið búið að reka landsliðsþjálfarann Martin Heuberger.

Þýska landsliðinu tókst ekki að vinna sér inn þátttökurétt á HM í Katar en þetta er annað stórmótið í röð sem Þjóðverjar missa af.

Það er meira en þýska sambandið sættir sig við og því fékk Heuberger að fjúka.

Vitað er af áhuga þýska landsliðsins á Degi Sigurðssyni og ekki er ólíklegt að sambandið reyni aftur við hann. Varaforseti þýska sambandsins er Bob Hanning en hann er yfirmaður Dags hjá Füchse Berlin og hefur því mikið um málið að segja.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×