Handbolti

Gísli Þor­geir bar af í Ís­lendinga­slag kvöldsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson var magnaður í kvöld.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var magnaður í kvöld. Marco Wolf/Getty Images

Magdeburg tók á móti Kolstad í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld og voru Íslendingar beggja liða mjög svo áberandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson bar hins vegar af í leik sem Magdeburg vann með átta marka mun, 33-25.

Það var ljóst fyrir leik að verkefnið væri ærið fyrir gestina enda þýska stórliðið talsvart sterkara á pappír þó mikið hafi verið lagt í lið Kolstad sem kemur frá Noregi.

Leikurinn var í raun aldrei spennandi en Magdeburg leiddi með níu mörkum í hálfleik, 18-9, og vann á endanum með átta mörkum eftir að sóknarleikur gestanna lagaðist mikið í síðari hálfleik.

Albin Lagergren var að öðrum ólöstuðum besti maður vallarins með átta mörk og tvær stoðsendingar fyrir Magdeburg. Þar á eftir kom Gísli Þorgeir með fjögur mörk og fimm stoðsendingar.

Það er þó ekki hægt að segja að aðrir Íslendingar hafi staðið sig illa en Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk og gaf eina stoðsendingu í sigurliðinu. Hjá gestunum var Benedikt Gunnar Óskarsson markahæstur með fimm mörk á meðan Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk og gaf eina stoðsendingu.

Magdeburg er þar með komið á blað eftir tvo leiki í Meistaradeildinni á meðan Kolstad er án stiga.


Tengdar fréttir

Bjarki Már og Orri Freyr með stór­sigra í Meistara­deildinni

Bjarki Már Elísson og Orri Freyr Þorkelsson unnu í kvöld stórsigra með liðum sínum í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Veszprém fór létt með París Saint-Germain á heimavelli á meðan Sporting sótti lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×